Svíar áttu ekki roð í Pólverja

Pólverjar höfðu ríka ástæðu til að fagna í kvöld.
Pólverjar höfðu ríka ástæðu til að fagna í kvöld. AFP

Pólverjar unnu í kvöld magnaðan sigur á Svíum í milliriðli 2 á Evrópumótinu í handknattleik. Það er skemmst frá því að segja að Svíar fengu sannkallaðan magaskell og töpuðu stórt fyrir sprækum Pólverjum, 35:25.

Svíar náðu þó snemma fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik en svo urðu þeir helst til værukærir. Pólverjar gripu tækifærið, komust yfir og höfðu þriggja marka forystu í hálfleik, 15:12.

Pólverjar gripu þennan góða kafla á lofti og keyrðu yfir Svíana í upphafi síðari hálfleiks. Um miðbik hans var munurinn orðinn tíu mörk og Svíar búnir með öll sín leikhlé. Þeir náðu aldrei að komast í takt við leikinn á ný og fór svo að Pólverjar unnu með tíu marka mun, 35:25.

Pólverjar eru nú með sex stig ásamt Króatíu og verður sannkallað einvígi þeirra á milli á fimmtudag um sæti í undanúrslitum, en liðin mætast á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert