Danir mæta Frökkum í úrslitum á EM

Mads Christiansen fagnar einu af mörkum sínum í seinni hálfleik …
Mads Christiansen fagnar einu af mörkum sínum í seinni hálfleik fyrir Dani. AFP

Það verða Evrópumeistarar Dana og ólympíumeistarar Frakka sem leika til úrslita um Evrópumeistaratitilinn í handknattleik í Herning í Danmörku á sunnudaginn en Danir lögðu í kvöld Króata að velli, 29:27, í síðari undanúrslitaleiknum.

Króatar voru sterkari í fyrri hálfleik og voru tveimur mörkum yfir eftir hann, 15:13. Í síðari hálfleik mættu Danir mjög ákveðnir til leiks. Markvörðurinn Niklas Landin hrökk í gang og Danir náðu frumkvæðinu sem þeir héldu út leikinn. Danir endurtóku þar með leikinn frá EM í Serbíu fyrir tveimur árum en þeir lögðu Króata í undanúrslitunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert