Ísland mætir Bosníu í umspili fyrir HM

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Íslendingar höfðu heppnina með sér þegar dregið var í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári. Ísland mætir Bosníu Hersegóvínu og fer síðari leikurinn fram hér á landi 14. eða 15. júní. Leikið verður í Bosníu 7. eða 8. júní.

Ísland hefði til að mynda geta mætt Þjóðverjum Slóvenum, Tékkum eða Norðmönnum svo niðurstaðan að mæta Bosníumönnum verður að teljast mjög góð fyrir íslenska liðið.

Drátturinn varð þessi:

Ungverjaland - Slóvenía
Rúmenía - Svíþjóð
Pólland - Þýskaland
Grikkland - Makedónía
Serbía - Tékkland
Rússland - Litháen
Bosnía-Hersegovína - Ísland
Austurríki - Noregur
Svartfjallaland - H-Rússland

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert