Þráðurinn er slitinn

Aron Kristjánsson fylgist með leiknum við Hvít-Rússa.
Aron Kristjánsson fylgist með leiknum við Hvít-Rússa. Ljósmynd/Foto Olimpik

Aron Kristjáns­son stýrði ís­lenska landsliðinu í hand­knatt­leik í síðasta sinn, að minnsta kosti að sinni, í tap­leikn­um við Króata á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í fyrra­kvöld. Fram­hjá því verður ekki litið. Eng­inn sem Aron þekk­ir ef­ast um að hann hafi lagt sig full­kom­lega fram í starfi síðan hann tók við í ág­úst 2012. Það hef­ur því miður ekki dugað til.

Ein­hverra hluta vegna hef­ur Aron ekki náð til leik­manna, einkum nú á seinni hluta tíma­bils­ins. Hug­mynd­ir hans hafa ekki náð í gegn. Það er al­veg ljóst, ann­ars hefði ár­ang­ur­inn frá vor­mánuðum 2014 verið betri en raun ber vitni um. Sam­bandið milli leik­manna og þjálf­ara hef­ur af ein­hverj­um ástæðum rofnað. Þannig blas­ir þetta við mér og og fleir­um og næg­ir m.a. að fylgj­ast með leik­hlé­um í mörg­um síðustu leikj­um til þess að sjá að þráður­inn milli leik­manna og þjálf­ara er slit­inn.

Aron er ekki skap­laus maður en það var það ekki fyrr en síðasti leik­ur­inn við Króata var gjörtapaður í stöðunni 11:2, eft­ir 14 mín­út­ur sem hann sýndi ör­litl­ar til­finn­ing­ar þegar hann öskraði á menn að þeir ættu að skilja allt sem þeir ættu eft­ir inni á leik­vell­in­um. Það var of lítið og alltof, alltof seint.

Fyrsta stór­mót landsliðsins und­ir stjórn Arons var HM 2013 á Spáni. Íslenska landsliðið hafnaði í 11. sæti og lék ekki vel. Tals­vert var um meiðsli í leik­manna­hópn­um og söknuður var að Al­ex­and­er Peters­son og Ólafi Stef­áns­syni. Sá síðar­nefndi var reynd­ar ekki held­ur með á EM árið áður. Nýir menn fengu að spreyta sig. Aroni var sýnd þol­in­mæði þetta var hans fyrsta stór­mót með landsliðið.

Árið eft­ir var EM í Dan­mörku. Þrátt fyr­ir erfiðleika eins og meiðsli Guðjóns Vals Sig­urðsson­ar í aðdrag­anda keppn­inn­ar og meiðsli þeirra Arn­órs Atla­son­ar og Arons Pálm­ars­son­ar eft­ir að inn í keppn­ina kom náðist framúrsk­ar­andi ár­ang­ur. Ísland hafnaði í fimmta sæti og átti aðeins einn slak­an leik í keppn­inni, níu marka tap fyr­ir Dön­um. Eft­ir mótið skrifaði ég á þess­um vett­vangi að ár­ang­ur­inn væri fyrst og fremst sig­ur Arons Kristjáns­son­ar. Við það stend ég. Hon­um tókst að laða það besta fram hjá öll­um leik­mönn­um liðsins þar sem erfiðir og jafn­ir leik­ir við Makedón­íu­menn og Pól­verja unn­ust naum­lega svo dæmi sé tekið.

Örlaga­rík­ir leik­ir við Bosn­íu

Eft­ir mótið hallaði und­an fæti. Um vorið tapaði ís­lenska landsliðið fyr­ir landsliði Bosn­íu í um­spils­leikj­um fyr­ir HM. Lát­um vera með eins marks tap í fyrri leikn­um ytra. Heima­leik­ur­inn var mar­tröð. Eft­ir á að hyggja þá hef­ur þráður­inn milli leik­manna og þjálf­ar­ans slitnað í kring­um þessa leiki. Af hverju veit ég ekki en ljóst er að síðan hef­ur landsliðið misst flugið. Viðvörn­un­ar­bjöll­urn­ar tóku að hringja.

Um haustið lék ís­lenska liðið illa gegn Svart­fell­ing­um ytra í undan­keppni EM og enn hringdu bjöll­ur.

Þrátt fyr­ir tapið fyr­ir Bosn­íu tókst ís­lenska landsliðinu að taka þátt í HM í Kat­ar fyr­ir ári eft­ir að það kastaðist í kekki milli grannþjóða við Persa­flóa og Alþjóðahand­knatt­leiks­sam­bandið ákvað að nýta tæki­færið og kasta dúsu til Íslend­inga sem mót­mælt höfðu furðuleg­um vinnu­brögðum sam­bands­ins þegar það hand­valdi lið inn á mótið.

Á HM í Kat­ar gekk flest á aft­ur­löpp­un­um inn­an vall­ar. Íslenska landsliðið lék einn góðan leik, reynd­ar mjög góðan, gegn Frökk­um, og nokkuð bæri­lega á móti Egypt­um. Leik­irn­ir gegn Sví­um, Tékk­um og Dön­um og fyrri hálfleik­ur­inn gegn Als­ír voru af­leit­ir. Leik­ur­inn gegn Króöt­um í fyrra­kvöld var speg­il­mynd þess­ara viður­eigna.

Vöng­um velt eft­ir HM

Eft­ir HM sett­ust menn á rökstóla hjá Hand­knatt­leiks­sam­band­inu og veltu vöng­um hvað gera skyldi. Ákveðið var að Aron héldi áfram en fengi Ólaf Stef­áns­son með sér inn í hóp­inn. Í fyrstu virt­ist sem Ólaf­ur hefði góð áhrif á leik­menn og með hon­um kæmi ákveðin virðing inn í hóp­inn sem e.t.v. vantaði. Undan­keppni EM lauk í vor og menn voru bæri­lega sátt­ir. Fljót­lega sótti þó í sama farið. Ólaf­ur virt­ist ekk­ert hafa drama­tísk áhrif til batnaðar á leik liðsins. M.a. varð þess ekki vart í leikj­un­um þrem­ur á EM í Póllandi né í þeim leikj­um sem liðið lék í aðdrag­anda EM.

Röng ákvörðun

Ég var einn þeirra sem nýttu m.a. þenn­an vett­vang til þess að hvetja stjórn­end­ur HSÍ til þess að halda tryggð við Aron eft­ir HM í fyrra. Þótt ég geri mér grein fyr­ir að orð mín hafi ekki vegið þungt þá skal fús­lega viður­kennt ég hafði rangt fyr­ir mér.

Bjart­sýni á yf­ir­borðinu

Bjart­sýni réði ríkj­um í landsliðshópn­um, eða að minnsta kosti í brjósti Arons þegar keppni hófst á EM. Eitt­hvað gott lá í loft­inu. Nær all­ir leik­menn liðsins voru í topp­st­andi og höfðu leikið vel með fé­lagsliðum sín­um á leiktíðinni. Ekki síst þess vegna er ár­ang­urs­leysi á EM í Póllandi von­brigði. Ekk­ert í leik and­stæðing­anna þriggja átti að koma leik­mönn­um eða þjálf­arat­eym­inu á óvart. Ekk­ert kom upp í leikj­um sem menn höfðu ekki séð áður. Þess vegna var svo rauna­legt að sjá hvernig fór.

Lausn­ir landsliðsþjálf­ar­ans á vand­an­um komust ekki til skila, leik­mönn­um tókst ekki að fylgja fyr­ir­mæl­um. Eða var landsliðþjálf­ar­inn ekki með réttu svör­in þegar á hólm­inn var komið?

Aron var með hrá­efnið og upp­skrift­irn­ar í hönd­un­um en lánaðist ekki að gera mat úr þeim. Steik­in brann í ofn­in­um án þess að nokk­ur fengið við ráðið. Það sem meira er. Kak­an sem átti að hafa í eft­ir­rétt féll og meira að segja gul­rót­in um­talaða verður étin af öðrum.

Sjá nán­ar ít­ar­lega um­fjöll­un um niður­stöðuna hjá landsliðinu á EM í Póllandi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Valur 20 18 0 2 618:459 159 36
2 Fram 20 16 2 2 548:465 83 34
3 Haukar 20 15 0 5 557:465 92 30
4 Selfoss 20 6 5 9 468:505 -37 17
5 ÍR 20 6 3 11 465:482 -17 15
6 ÍBV 20 3 4 13 449:522 -73 10
7 Stjarnan 20 5 0 15 456:559 -103 10
8 Grótta 20 3 2 15 455:559 -104 8
27.03 Fram 29:22 ÍBV
27.03 Stjarnan 26:30 Selfoss
27.03 Grótta 19:30 Valur
27.03 Haukar 26:19 ÍR
22.03 ÍBV 27:27 Selfoss
21.03 Grótta 30:21 Stjarnan
20.03 ÍR 22:25 Fram
19.03 Valur 29:23 Haukar
16.03 Stjarnan 18:24 ÍBV
16.03 Selfoss 19:20 ÍR
15.03 Fram 28:26 Valur
15.03 Haukar 35:21 Grótta
12.03 Selfoss 23:23 Grótta
12.03 Fram 26:23 Haukar
22.02 Grótta 23:32 Fram
22.02 ÍR 34:30 ÍBV
19.02 Haukar 29:24 Stjarnan
18.02 Valur 31:22 Selfoss
15.02 Fram 30:29 Selfoss
15.02 Stjarnan 20:28 ÍR
12.02 Grótta 22:22 ÍBV
11.02 Haukar 29:20 Selfoss
11.02 Fram 30:28 Stjarnan
11.02 Valur 22:19 ÍR
08.02 ÍBV 21:32 Valur
01.02 Haukar 32:29 ÍBV
01.02 Grótta 24:25 ÍR
31.01 Stjarnan 24:40 Valur
25.01 ÍBV 17:25 Fram
24.01 Selfoss 27:22 Stjarnan
23.01 ÍR 25:26 Haukar
22.01 Valur 40:21 Grótta
19.01 Selfoss 24:22 ÍBV
19.01 Stjarnan 31:28 Grótta
17.01 Fram 22:20 ÍR
15.01 Haukar 28:23 Valur
11.01 ÍBV 22:23 Stjarnan
11.01 ÍR 17:17 Selfoss
08.01 Valur 31:28 Fram
08.01 Grótta 26:34 Haukar
05.01 ÍBV 23:26 ÍR
04.01 Selfoss 20:34 Valur
04.01 Fram 31:22 Grótta
04.01 Stjarnan 29:32 Haukar
14.11 Grótta 18:20 Selfoss
13.11 ÍR 28:29 Stjarnan
13.11 Haukar 20:28 Fram
13.11 Valur 29:21 ÍBV
09.11 ÍBV 19:31 Grótta
09.11 Stjarnan 18:24 Fram
08.11 Selfoss 24:27 Haukar
05.11 ÍR 23:31 Valur
02.11 ÍBV 20:26 Haukar
01.11 Selfoss 27:27 Fram
31.10 ÍR 30:18 Grótta
31.10 Valur 34:20 Stjarnan
18.10 Grótta 30:38 Valur
16.10 Stjarnan 19:25 Selfoss
16.10 Fram 29:20 ÍBV
16.10 Haukar 28:20 ÍR
12.10 Valur 28:22 Haukar
12.10 Grótta 22:24 Stjarnan
12.10 ÍBV 24:24 Selfoss
12.10 ÍR 20:20 Fram
05.10 Stjarnan 22:25 ÍBV
04.10 Selfoss 25:22 ÍR
02.10 Fram 25:29 Valur
02.10 Haukar 30:11 Grótta
19.09 Haukar 29:16 Stjarnan
19.09 Grótta 20:29 Fram
18.09 Valur 30:23 Selfoss
18.09 ÍR 22:22 ÍBV
14.09 Fram 27:26 Haukar
14.09 Stjarnan 20:19 ÍR
13.09 Selfoss 22:25 Grótta
13.09 ÍBV 16:26 Valur
07.09 Valur 35:26 ÍR
07.09 Grótta 21:23 ÍBV
06.09 Fram 33:22 Stjarnan
05.09 Haukar 32:20 Selfoss
03.04 19:30 ÍBV : Haukar
03.04 19:30 Valur : Stjarnan
03.04 19:30 Selfoss : Fram
03.04 19:30 ÍR : Grótta
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Valur 20 18 0 2 618:459 159 36
2 Fram 20 16 2 2 548:465 83 34
3 Haukar 20 15 0 5 557:465 92 30
4 Selfoss 20 6 5 9 468:505 -37 17
5 ÍR 20 6 3 11 465:482 -17 15
6 ÍBV 20 3 4 13 449:522 -73 10
7 Stjarnan 20 5 0 15 456:559 -103 10
8 Grótta 20 3 2 15 455:559 -104 8
27.03 Fram 29:22 ÍBV
27.03 Stjarnan 26:30 Selfoss
27.03 Grótta 19:30 Valur
27.03 Haukar 26:19 ÍR
22.03 ÍBV 27:27 Selfoss
21.03 Grótta 30:21 Stjarnan
20.03 ÍR 22:25 Fram
19.03 Valur 29:23 Haukar
16.03 Stjarnan 18:24 ÍBV
16.03 Selfoss 19:20 ÍR
15.03 Fram 28:26 Valur
15.03 Haukar 35:21 Grótta
12.03 Selfoss 23:23 Grótta
12.03 Fram 26:23 Haukar
22.02 Grótta 23:32 Fram
22.02 ÍR 34:30 ÍBV
19.02 Haukar 29:24 Stjarnan
18.02 Valur 31:22 Selfoss
15.02 Fram 30:29 Selfoss
15.02 Stjarnan 20:28 ÍR
12.02 Grótta 22:22 ÍBV
11.02 Haukar 29:20 Selfoss
11.02 Fram 30:28 Stjarnan
11.02 Valur 22:19 ÍR
08.02 ÍBV 21:32 Valur
01.02 Haukar 32:29 ÍBV
01.02 Grótta 24:25 ÍR
31.01 Stjarnan 24:40 Valur
25.01 ÍBV 17:25 Fram
24.01 Selfoss 27:22 Stjarnan
23.01 ÍR 25:26 Haukar
22.01 Valur 40:21 Grótta
19.01 Selfoss 24:22 ÍBV
19.01 Stjarnan 31:28 Grótta
17.01 Fram 22:20 ÍR
15.01 Haukar 28:23 Valur
11.01 ÍBV 22:23 Stjarnan
11.01 ÍR 17:17 Selfoss
08.01 Valur 31:28 Fram
08.01 Grótta 26:34 Haukar
05.01 ÍBV 23:26 ÍR
04.01 Selfoss 20:34 Valur
04.01 Fram 31:22 Grótta
04.01 Stjarnan 29:32 Haukar
14.11 Grótta 18:20 Selfoss
13.11 ÍR 28:29 Stjarnan
13.11 Haukar 20:28 Fram
13.11 Valur 29:21 ÍBV
09.11 ÍBV 19:31 Grótta
09.11 Stjarnan 18:24 Fram
08.11 Selfoss 24:27 Haukar
05.11 ÍR 23:31 Valur
02.11 ÍBV 20:26 Haukar
01.11 Selfoss 27:27 Fram
31.10 ÍR 30:18 Grótta
31.10 Valur 34:20 Stjarnan
18.10 Grótta 30:38 Valur
16.10 Stjarnan 19:25 Selfoss
16.10 Fram 29:20 ÍBV
16.10 Haukar 28:20 ÍR
12.10 Valur 28:22 Haukar
12.10 Grótta 22:24 Stjarnan
12.10 ÍBV 24:24 Selfoss
12.10 ÍR 20:20 Fram
05.10 Stjarnan 22:25 ÍBV
04.10 Selfoss 25:22 ÍR
02.10 Fram 25:29 Valur
02.10 Haukar 30:11 Grótta
19.09 Haukar 29:16 Stjarnan
19.09 Grótta 20:29 Fram
18.09 Valur 30:23 Selfoss
18.09 ÍR 22:22 ÍBV
14.09 Fram 27:26 Haukar
14.09 Stjarnan 20:19 ÍR
13.09 Selfoss 22:25 Grótta
13.09 ÍBV 16:26 Valur
07.09 Valur 35:26 ÍR
07.09 Grótta 21:23 ÍBV
06.09 Fram 33:22 Stjarnan
05.09 Haukar 32:20 Selfoss
03.04 19:30 ÍBV : Haukar
03.04 19:30 Valur : Stjarnan
03.04 19:30 Selfoss : Fram
03.04 19:30 ÍR : Grótta
urslit.net
Fleira áhugavert