„Það verður að skipta um þjálfara“

Geir Sveinsson
Geir Sveinsson Ljósmynd/Uros Hocevar

„Mér fannst með ólíkindum hvernig allur botn datt úr þessu hjá liðinu. Það er hundfúlt að horfa upp á þetta,“ sagði hinn þrautreyndi þjálfari Árni Stefánsson eftir að Ísland féll úr leik á EM í Króatíu í gær með tapi fyrir Serbíu.

„Það vantaði einhvern til að taka af skarið og stjórnin af bekknum var heldur ekki gáfuleg. Geir hafði lítið fram að færa í leikhléum og mér fannst liðið bara koma vitlaust innstillt í leikinn. Það hefur eitthvað klikkað í undirbúningi og í kollinum á mönnum,“ sagði Árni og vill sjá breytingar hjá liðinu.

„Það verður að skipta um þjálfara. Hann hafði ekki mikið fram að færa í sumum leikhléum og til dæmis í leiknum gegn Króatíu virtust leikmenn hreinlega ekki hlusta á hann af miklum áhuga,“ sagði Árni.

Sjá allt um EM í handbolta í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert