Fyrsta tapið kom gegn Dönum

Ísland tapaði sínum fyrsta leik á EM karla í handbolta er liðið mátti þola 24:28-tap gegn Danmörku í fyrsta leik liðanna í milliriðli 1 en leikið var í Búdapest í kvöld.

Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ólafur Andrés Guðmundsson léku ekki með íslenska liðinu í kvöld vegna kórónuveirusmita.

Íslenska liðið gerði vel í að halda í við danska liðið framan af og var staðan 6:4 eftir sjö mínútur. Danir jöfnuðu í 6:6 og var jafnt á nánast öllum tölum þangað til danska liðið komst í 14:12 skömmu fyrir hálfleik og voru hálfleikstölur 17:14.

Arnar Freyr Arnarsson í kröppum dansi á línunni í kvöld.
Arnar Freyr Arnarsson í kröppum dansi á línunni í kvöld. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Ómar Ingi Magnússon átti góðan fyrri hálfleik og skoraði fimm mörk á meðan Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta landsleik. Hann var þó einnig mistækur og missti boltann nokkrum sinnum. Sóknarleikurinn gekk heilt yfir vel.

Það mátti þó gera betur í vörninni þar sem Danir fengu góð færi í nánast hverri einustu sókn sem endaði með marki eða víti. Mikkel Hansen tók sex víti í fyrri hálfleiknum en Ágúst Elí Björgvinsson verði tvö þeirra. Voru það einu tvö vörðu skot íslensku markvarðanna í hálfleiknum.

Íslenska liðið réð illa við Mathias Gidsel sem skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik og náði í fjölmörg víti sömuleiðis. Kevin Möller, sem kom í danska markið í staðin fyrir Niklas Landin um miðjan hálfleikinn, varði líka vel og var danska liðið því þremur mörkum yfir í hálfleik.

Daníel Þór Ingason reynir að komast í gegnum dönsku vörnina.
Daníel Þór Ingason reynir að komast í gegnum dönsku vörnina. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Danmörk og Frakkland eru í efstu tveimur sætum riðilsins með fjögur stig og Ísland og Svartfjallaland koma þar á eftir með tvö. Holland og Króatía eru án stiga. Tvö efstu liðin fara í undanúrslit og liðið í þriðja sæti spilar um fimmta sæti mótsins. Ísland mætir Frakklandi í næsta leik á laugardaginn kemur.

Danska liði byrjaði seinni hálfleikinn á að komast fjórum mörkum yfir í fyrsta skipti, 18:14. Íslenska liðið gafst ekki upp og tókst að minnka muninn í eitt mark með góðum kafla í kjölfarið, 19:18. Danir komust hinsvegar aftur fjórum mörkum yfir stuttu síðar, 23:19. Ísland skoraði næstu tvö mörk og munaði tveimur mörkum á liðunum þegar seinni hálfleikur var hálfnaður, 23:21.

Viggó Kristjánsson reynir að koma skoti framhjá Magnus Landin og …
Viggó Kristjánsson reynir að koma skoti framhjá Magnus Landin og Mikkel Hansen í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Danir reyndust sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum fjögurra marka sigur. Kevin Möller átti stærstan þátt í sigrinum en innkoma hans breytti gangi leiksins og Danir náðu frumkvæðinu. 

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk og Janus Daði Smárason gerði fjögur. Mathias Gidsel skoraði níu hjá Dönum, fiskaði ótal víti og lagði upp mörg á liðsfélaga sína. Kevin Möller varði 14 skot í marki Dana, þar af tvö víti. Íslensku markverðirnir vörðu samtals fimm skot í leiknum. 

Danmörk 28:24 Ísland opna loka
60. mín. Magnus Saugstrup (Danmörk) fiskar víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert