„Auðvitað er maður þreyttur og lúinn en kom ferskur inn í leikinn. Það er svekkjandi að fá ekki meira úr leiknum,“ sagði Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, í samtali við RÚV eftir 24:28-tap fyrir Danmörku á EM í kvöld.
Tapið var það fyrsta hjá Íslandi á mótinu en íslenska liðið lék án fimm sterkra leikmanna. ÞRátt fyrir það var margt jákvætt í leik Íslands.
„Við sýndum að við eigum marga flotta handboltamenn. Við vorum í basli við að finna jafnvægi í vörninni okkar. Við vildum vera þéttir en vorum of lengi að fá takt. Í sókninni var þetta í lagi en markvörðurinn tók kraft úr okkur í lokin,“ sagði Selfyssingurinn og hélt áfram.
„Þeir eru flinkir og ná að spila nálægt vörninni. Við náum ekki nógu mörgum sóknum og þeir riðu á vaðið. Nokkur færi inn hjá okkur og við hefðum hangið betur í þeim. Það hefði verið gott að fara með jafnan leik í lokin,“ bætti Janus við.