Vængbrotnir Íslendingar tókust á loft gegn Frökkum

Ísland vann magnaðan 29:21 sig­ur á ólymp­íu­meist­ur­um Frakk­lands þegar liðin mætt­ust í öðrum leik sín­um í mill­iriðli 1 á EM 2022 í hand­knatt­leik í Búdapest í Ung­verjalandi í dag.

Jafn­ræði var með liðunum til að byrja með og eft­ir að Frakk­land hafði náð eins marks for­ystu í þrígang jafnaði Ísland met­in og komst í fyrsta skipti yfir í leikn­um, 4:3.

Eft­ir að Frakk­ar minnkuðu mun­inn í 6:5 tóku Íslend­ing­ar yfir leik­inn, skoruðu næstu fjög­ur mörk og staðan orðin 10:5.

Eft­ir það tóku Frakk­ar ágæt­lega við sér og minnkuðu mun­inn niður í þrjú mörk, 11:8.

Þá fór hins veg­ar í hönd lygi­leg­ur kafli ís­lenska liðsins sem sallaði inn mörk­um og náði mest átta marka for­ystu, 17:9.

Viktor Gísli Hallgrímsson fagnar í kvöld.
Vikt­or Gísli Hall­gríms­son fagn­ar í kvöld. Ljós­mynd/​Szil­via Michell­er

Frakk­ar skoruðu síðasta mark fyrri hálfleiks­ins og staðan því 17:10, Íslandi í vil, í leik­hléi eft­ir ein­hvern besta hálfleik sem ís­lenska karla­landsliðið hef­ur spilað í háa herr­ans tíð, ef ekki frá upp­hafi.

Vikt­or Gísli Hall­gríms­son og Ómar Ingi Magnús­son fóru á kost­um í hálfleikn­um. Vikt­or Gísli varði þá níu skot, sem var þá rétt tæp­lega 50 pró­sent markvarsla, og Ómar Ingi skoraði átta mörk.

Í síðari hálfleik hélt ís­lenska liðið mjög góðum dampi og hleypti Frökk­um ekki nær sér en sex mörk­um í hon­um.

Mest náði Ísland níu marka for­ystu í síðari hálfleikn­um, 25:16.

Niðurstaðan að lok­um stór­kost­leg­ur átta marka sig­ur, 29:21.

Ómar Ingi lauk leik með tíu mörk og Viggó Kristjáns­son átti sömu­leiðis stór­leik og skoraði níu mörk.

Vikt­or Gísli varði alls 15 skot í leikn­um, sem er rúm­lega 44 pró­sent markvarsla.

Ýmir Örn Gíslason hvetur íslensku stuðningsmennina áfram.
Ýmir Örn Gísla­son hvet­ur ís­lensku stuðnings­menn­ina áfram. Ljós­mynd/​Szil­via Michell­er

Þá er ógetið ís­lensku varn­ar­inn­ar sem var hreint út sagt mögnuð all­an leik­inn. Elliði Snær Viðars­son, Ýmir Örn Gísla­son fyr­irliði, Daní­el Þór Inga­son og Ómar Ingi áttu all­ir stór­leik í vörn­inni, svo ein­hverj­ir séu þar nefnd­ir.

Ísland var án átta af leikreynd­ustu leik­mönn­um sín­um í leikn­um eft­ir að þeir smituðust all­ir af kór­ónu­veirunni.

Wesley Par­din lék manna best hjá Frökk­um, sem sáu ann­ars ekki til sól­ar, og varði átta skot, öll í síðari hálfleikn­um. Var hann með 40 pró­sent markvörslu.

Nicolas Tournat, Hugo Descat og Ay­meric Minne voru marka­hæst­ir Frakka, all­ir með fimm mörk.

Jafna Dani og Frakka að stig­um

Ísland er nú með fjög­ur stig í mill­iriðlin­um, jafn­mörg og Dan­ir og Frakk­ar.

Dan­mörk er á toppn­um og á einnig leik til góða.

Ísland á eft­ir að spila við Króa­tíu og Svart­fjalla­land og á því prýðis mögu­leika á að tryggja sér sæti í undanúr­slit­um EM.

Það er ekki síst vegna þess að sig­ur­inn þýðir að Ísland stend­ur bet­ur að vígi í inn­byrðis viður­eign­inni gegn Frakklandi fari svo að liðin tvö endi jöfn að stig­um.

Þá batnaði marka­tala Íslands til muna með átta marka sigri dags­ins.

Frakk­land 21:29 Ísland opna loka
Nicolas Tournat - 5
Hugo Descat - 5 / 3
Aymeric Minne - 5
Romain Lagarde - 2
Théo Monar - 1
Yanis Lenne - 1
Dika Mem - 1
Nikola Karabatic - 1
Mörk 10 / 3 - Ómar Ingi Magnússon
9 / 1 - Viggó Kristjánsson
4 - Elliði Snær Viðarsson
2 - Elvar Ásgeirsson
2 - Sigvaldi Björn Guðjónsson
1 - Teitur Örn Einarsson
1 - Daníel Þór Ingason
Wesley Pardin - 8
Vincent Gérard - 5
Varin skot 15 / 1 - Viktor Gísli Hallgrímsson

8 Mín

Brottvísanir

6 Mín

mín.
60 Leik lokið
Ísland vinnur hreint út sagt ótrúlegan sigur á Frökkum! Átta marka sigur!
60 Hugo Descat (Frakkland) brennir af víti
60 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) ver víti
15. skotið!
60 Sigvaldi Björn Guðjónsson (Ísland) fékk 2 mínútur
60 Nicolas Tournat (Frakkland) fiskar víti
60 21 : 29 - Teitur Örn Einarsson (Ísland) skoraði mark
Teitur kemst á blað með þrumuskoti!
60 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Ver fjórtánda skot sitt! Ver frá Minne!
59 Wesley Pardin (Frakkland) varði skot
Ver frá Viggó.
58 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Ver auðveldlega frá Minne!
57 21 : 28 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Svakalegt mark! Leikur illa á Nahi og nær stórkostlegum snúning á boltann sem hafnar uppi í samskeytunum
56 21 : 27 - Nicolas Tournat (Frakkland) skoraði mark
Skorar úr þröngu færi eftir sendingu Minne.
55 20 : 27 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Kemst í gegn og skorar! Áttunda mark Viggós!
55 20 : 26 - Nicolas Tournat (Frakkland) skoraði mark
Fær boltann frá Karabatic og skorar af línunni.
54 Wesley Pardin (Frakkland) varði skot
Ver af línunni frá Elliða Snæ.
54 Ísland tekur leikhlé
Guðmundur tekur leikhlé. Sex og hálf mínúta eftir.
53 19 : 26 - Aymeric Minne (Frakkland) skoraði mark
Fimmta mark Minne í leiknum.
53 18 : 26 - Elliði Snær Viðarsson (Ísland) skoraði mark
Ómar Ingi með flott sendingu og Elliði Snær skorar sitt fjórða mark í leiknum.
52 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Ver frábærlega frá Minne sem er sloppinn einn í gegn!
52 Ísland tapar boltanum
Ruðningur dæmdur á Elvar.
51 Frakkland tapar boltanum
Sendir boltann bara út af!
51 Wesley Pardin (Frakkland) varði skot
Ver frá Ómari Inga.
50 18 : 25 - Aymeric Minne (Frakkland) skoraði mark
49 Wesley Pardin (Frakkland) varði skot
Ver frá Sigvalda úr þröngu færi.
49 17 : 25 - Hugo Descat (Frakkland) skorar úr víti
Kemur boltanum á milli fóta Ágúst Elís.
48 Valentin Porte (Frakkland) fiskar víti
48 16 : 25 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Lúmsk skot úr vinstri skyttu stöðunni og munurinn orðinn níu mörk!
47 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Ver frá Tournat af örstuttu færi! Geggjuð varsla!
46 Wesley Pardin (Frakkland) varði skot
Ver naumlega frá Viggó.
46 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Ver frábærlega með fótunum frá Mem!
46 Ísland (Ísland) gult spjald
Guðmundur landsliðsþjálfari fær gult spjald fyrir mótmæli, vildi fá dæmt skref á Mem.
45 Daníel Þór Ingason (Ísland) fékk 2 mínútur
Daníel hangir í Tournat.
45 16 : 24 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Pardin virtist vera að verja en ver skotið í netið!
44 16 : 23 - Romain Lagarde (Frakkland) skoraði mark
Viktor Gísli ver en boltinn svo í slánna, andlitið á honum og í netið.
43 15 : 23 - Elvar Ásgeirsson (Ísland) skoraði mark
Geggjað mark, skotið af löngu færi upp í samskeytin!
42 15 : 22 - Aymeric Minne (Frakkland) skoraði mark
Sleppur í gegn og skorar með flottu skoti.
42 14 : 22 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skorar úr víti
Tekur Pardin úr jafnvægi með gabbhreyfingu og skorar svo af öryggi!
42 Viggó Kristjánsson (Ísland) fiskar víti
41 Wesley Pardin (Frakkland) varði skot
Ver frá Orra Frey sem var sloppinn aleinn í gegn eftir hraðaupphlaup. Ísland heldur boltanum.
41 Frakkland tapar boltanum
Misheppnuð sending frá Mem!
41 Ómar Ingi Magnússon (Ísland) fékk 2 mínútur
Hangir í Tournat. Fyrsta tveggja mínútna brottvísun Íslands.
41 Wesley Pardin (Frakkland) varði skot
Pardin les skot Elvars og grípur það.
40 14 : 21 - Dika Mem (Frakkland) skoraði mark
Fyrsta mark Mem kemur ekki fyrr en á 40. mínútu!
40 13 : 21 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skorar úr víti
Tíunda mark Ómars Inga! Skorar af öryggi!
39 Elvar Ásgeirsson (Ísland) fiskar víti
39 Frakkland tapar boltanum
Minne reynir línusendingu en Viggó stelur boltanum!
38 Ísland tapar boltanum
Misheppnuð sending hjá Ómari Inga.
37 Frakkland tapar boltanum
Ruðningur dæmdur á Tournat sem kemur boltanum í netið en markið telur vitanlega ekki.
36 13 : 20 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Höndin komin upp og Ómar Ingi þrumar boltanum einfaldlega upp í samskeytin nær!
35 13 : 19 - Nicolas Tournat (Frakkland) skoraði mark
Mem kemur boltanum á Tournat sem skorar af línunni.
35 Ísland tapar boltanum
Ruðningur dæmdur á Elvar.
34 Frakkland tapar boltanum
Misheppnuð sending.
34 12 : 19 - Elliði Snær Viðarsson (Ísland) skoraði mark
Flott kerfi og Elliði Snær fær boltann á línunni og skorar af öryggi!
34 12 : 18 - Aymeric Minne (Frakkland) skoraði mark
Flott skot langt fyrir utan sem fer yfir höfuðið á Viktori Gísla.
33 11 : 18 - Sigvaldi Björn Guðjónsson (Ísland) skoraði mark
Setur boltann á milli fóta Pardin úr mjög þröngu færi!
32 11 : 17 - Romain Lagarde (Frakkland) skoraði mark
Sleppur í gegn eftir hraða miðju og skorar með góðu skoti.
32 Wesley Pardin (Frakkland) varði skot
Ellið Snær reynir að vippa yfir Pardin en Pardin grípur boltann.
32 Frakkland tapar boltanum
32 Ísland tapar boltanum
31 Leikur hafinn
Ísland hefur síðari hálfleikinn.
30 Hálfleikur
Leiktíminn rennur út og Ísland fer með sjö marka forystu til leikhlés! Ótrúlegar tölur!
30 Ísland tapar boltanum
Viggó reynir sendingu á Sigvalda en Frakkar komast inn í hana.
30 10 : 17 - Hugo Descat (Frakkland) skorar úr víti
Skorar af öryggi. Hefur klúðrað aðeins einu vítakasti á öllu mótinu.
30 Hugo Descat (Frakkland) fiskar víti
Daníel Þór togar í hann.
29 9 : 17 - Elliði Snær Viðarsson (Ísland) skoraði mark
Elliði Snær skorar af línunni og munurinn orðinn átta mörk!
29 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Ver slakt skot Karabatic! 50 prósent markvarsla!
28 9 : 16 - Daníel Þór Ingason (Ísland) skoraði mark
Kastar yfir allan völlinn og í tómt markið! Sjö marka forysta Íslands!
28 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Ver frá Karabatic!
27 9 : 15 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skorar úr víti
Skorar af öryggi!
27 Nicolas Tournat (Frakkland) fékk 2 mínútur
Brýtur á Daníel Þór þegar hann er að taka aukakast og víti því dæmt.
27 Daníel Þór Ingason (Ísland) fiskar víti
Ver laglega frá Porte sem er sloppinn í gegn!
27 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
26 9 : 14 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Fer framhjá Mem og skorar sjöunda mark sitt í leiknum! Þvílík frammistaða hjá Ómari Inga!
26 Mathieu Grebille (Frakkland) fékk 2 mínútur
Fer í hálsinn á Ómari Inga sem var að skilja hann eftir.
25 9 : 13 - Hugo Descat (Frakkland) skorar úr víti
Þrumar boltanum upp í samskeytin.
25 Nicolas Tournat (Frakkland) fiskar víti
Ýmir Örn brýtur á honum.
24 8 : 13 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Sækir á vörnina og skorar með þvílíku bylmingsskoti!
24 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Ver frábærlega með vinstri fæti frá Richardson alveg niðri við stöng.
22 8 : 12 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Brýtur sér leið í gegn og skorar!
22 8 : 11 - Yanis Lenne (Frakkland) skoraði mark
Smeygir boltanum framhjá Viktori Gísla úr þröngu færi.
22 Nikola Karabatic (Frakkland) á skot í stöng
Frakkar halda boltanum.
21 Vincent Gérard (Frakkland) varði skot
Ver laglega frá Viggó.
20 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Lenne fær opið skotfæri í hægra horninu en Viktor Gísli sér við honum! Virtist hreinlega auðvelt fyrir hann.
20 Vincent Gérard (Frakkland) varði skot
Ver fast skot Ómars Inga.
19 7 : 11 - Nicolas Tournat (Frakkland) skoraði mark
Flott línusending frá Richardson og Tournat klárar vel.
18 6 : 11 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skorar úr víti
Skorar af öryggi úr vítakastinu!
18 Théo Monar (Frakkland) fékk 2 mínútur
Hangir í Ými Erni.
18 Ýmir Örn Gíslason (Ísland) fiskar víti
17 6 : 10 - Théo Monar (Frakkland) skoraði mark
Laumar boltanum undir Viktor Gísla.
17 5 : 10 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Sleppur í gegn eftir sendingu Ómars Inga og skorar!
16 Frakkland tapar boltanum
Ruðningur dæmdur á Briet!
16 Frakkland tekur leikhlé
Frökkum líst ekki á blikuna og taka leikhlé!
15 5 : 9 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Viggó skorar með lúmsku skoti! Fjögurra marka forysta!
15 Vincent Gérard (Frakkland) varði skot
Ver frá Orra Frey. Elliði Snær nær svo frákastinu og Ísland heldur því boltanum.
14 Frakkland tapar boltanum
Misheppnuð sending frá Mem.
14 5 : 8 - Sigvaldi Björn Guðjónsson (Ísland) skoraði mark
Frábær sending frá Viggó og Sigvaldi gerir engin mistök! Þriggja marka forysta Íslands!
13 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Minne sleppur aleinn í gegn en Viktor Gísli ver frábærlega!
13 Ísland tapar boltanum
Sending Ómars Inga of aftarlega fyrir Elvar og boltinn fer út af.
12 Frakkland tapar boltanum
Sigvaldi stelur boltanum frá Karabatic!
11 5 : 7 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Þrumuskot af löngu færi, frábært skot sem hafnar í bláhorninu!
11 Nicolas Tournat (Frakkland) fékk 2 mínútur
Fer harkalega í Ómar Inga sem var að sleppa framhjá honum.
10 5 : 6 - Nicolas Tournat (Frakkland) skoraði mark
Hans fyrsta mark í leiknum.
10 4 : 6 - Elliði Snær Viðarsson (Ísland) skoraði mark
10 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Ver af örstuttu færi frá Descat!
9 Ísland tapar boltanum
Lagarde stelur boltanum.
9 Romain Lagarde (Frakkland) á skot í stöng
Þrumar í stöngina utanverða!
9 Vincent Gérard (Frakkland) varði skot
Ver frá Viggó!
8 Hugo Descat (Frakkland) á skot í stöng
Aleinn í gegn og þrumar í stöngina, boltinn rúllar svo út af og Ísland er með boltann.
8 Ísland tapar boltanum
8 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Ver úr þröngu færi frá Karabatic!
7 4 : 5 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Flott sending frá Ómari Inga og Viggó skorar!
7 4 : 4 - Hugo Descat (Frakkland) skoraði mark
Flott skot úr þröngu færi.
6 3 : 4 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Fer illa með Karabatic og kemur Íslandi yfir í fyrsta sinn í leiknum!
6 Frakkland tapar boltanum
Karabatic tapar boltanum!
5 3 : 3 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Frábært skot í stöngina og inn!
5 Dika Mem (Frakkland) skýtur framhjá
5 Elliði Snær Viðarsson (Ísland) á skot í slá
Skotið úr algjöru dauðafæri í gólfið og þaðan í þverslánna!
4 3 : 2 - Aymeric Minne (Frakkland) skoraði mark
Fer illa með ými og skorar.
3 2 : 2 - Elvar Ásgeirsson (Ísland) skoraði mark
3 2 : 1 - Nikola Karabatic (Frakkland) skoraði mark
3 1 : 1 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Lúmskt skot framhjá vörninni sem syngur í netinu!
2 1 : 0 - Hugo Descat (Frakkland) skoraði mark
Fyrsta mark leiksins er komið, brunaði fram eftir að Gérard varði.
2 Vincent Gérard (Frakkland) varði skot
Ver frá Ómari Inga.
1 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Ver laglega frá Minne!
1 Leikur hafinn
Frakkar byrja með boltann.
0 Textalýsing
Íslenska landsliðið hefur ekki riðið feitum hesti í milliriðlum á undanförnum stórmótum. Í síðustu 11 leikjum á síðustu fjórum mótum, frá og með HM 2019 til og með EM 2022, hefur liðið aðeins unnið einn leik í milliriðlum. Sá sigur leit dagsins ljós á EM 2020.
0 Textalýsing
Hjá Frökkum er Karl Konan smitaður af kórónuveirunni og kom Théo Monar í hópinn í hans stað. Mathieu Grabille kom til liðs við hópinn í gær og greindist Kentin Mahé svo með veiruna í dag. Guillaume Gille aðalþjálfari Frakklands er þá einnig smitaður af veirunni og verður því ekki á hliðarlínunni í dag.
0 Textalýsing
Frakkar eru án nokkurra sterkra leikmanna en flestir eru fjarverandi vegna meiðsla. Nedim Remili, Timothy N'Guessan, Luka Karabatic og Elohim Prandi eru ekki í franska hópnum vegna meiðsla.
0 Textalýsing
Ómar Ingi Magnússon er leikreyndasti leikmaður Íslands í dag. Hann spilar sinn 61. landsleik.
0 Textalýsing
Aðeins fjórtán leikmenn eru á skýrslu hjá íslenska landsliðinu að þessu sinni. Alls eru átta leikmenn fjarverandi eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Þetta eru þeir Aron Pálmarsson, Arnar Freyr Arnarsson, Bjarki Már Elísson, Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Janus Daði Smárason og Ólafur Andrés Guðmundsson.
0 Textalýsing
Ísland mætir Ólympíumeisturum Frakklands í öðrum leik sínum í milliriðlakeppninni í Búdapest. Frakkar eru með 4 stig, tóku með sér sigur á Króötum, 27:22, og sigruðu síðan Hollendinga, 34:24. Ísland tók með sér sigurleikinn gegn Hollandi, 29:28, en tapaði síðan 24:28 fyrir Danmörku og er með 2 stig.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski, Norður-Makedóníu

Gangur leiksins: 3:3, 5:6, 5:9, 7:11, 9:13, 10:17, 13:19, 14:21, 16:24, 18:25, 20:27, 21:29.

Lýsandi: Gunnar Egill Daníelsson

Völlur: MVM Dome, Budapest Multifunctional Arena

Frakkland: Vincent Gérard (M), Wesley Pardin (M). Yanis Lenne, Aymeric Minne, Romain Lagarde, Melvyn Richardson, Dika Mem, Nicolas Tournat, Nikola Karabatic, Mathieu Grebille, Hugo Descat, Valentin Porte, Benoit Kounkoud, Dylan Nahi, Théo Monar, Thibaut Briet.

Ísland: Ágúst Elí Björgvinsson (M), Viktor Gísli Hallgrímsson (M). Viggó Kristjánsson, Ýmir Örn Gíslason, Ómar Ingi Magnússon, Elliði Snær Viðarsson, Daníel Þór Ingason, Vignir Stefánsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kristján Örn Kristjánsson, Teitur Örn Einarsson, Orri Freyr Þorkelsson, Magnús Óli Magnússon, Elvar Ásgeirsson.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
16.03 19:00 Bosnía 20:22 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
16.03 19:00 Bosnía 20:22 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert