Guðmundur lifir í núinu

Guðmundur Þ. Guðmundsson og aðstoðarþjálfarinn Gunnar Magnússon hafa þurft að …
Guðmundur Þ. Guðmundsson og aðstoðarþjálfarinn Gunnar Magnússon hafa þurft að bregðast enn hraðar við uppákomum á stórmóti í heimsfaraldri en á stórmótum í venjulegu árferði. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Guðmund­ur Þ. Guðmunds­son landsliðsþjálf­ari seg­ist ekki eyða tíma í að velta fyr­ir sér hvort ein­hverj­ir leik­menn sem séu í ein­angr­un  kunni að fá leik­heim­ild gegn Svart­fjalla­landi á EM í hand­knatt­leik á morg­un. 

„Ég er eig­in­lega hætt­ur að spá í því og lifi bara í nú­inu. Vegna þess að þess­ar vænt­ing­ar um að við fáum leik­menn úr ein­angr­un hafa ekki gengið upp til þessa og það bæt­ist bara við list­ann. Ég er ekki að velta mér of mikið upp úr því. Ég er með þenn­an hóp í nú­inu sem ég er með núna en hann gæti verið breytt­ur á morg­un og þá er ég aft­ur með ein­hvern hóp í nú­inu. Það er þannig sem ég hugsa,“ sagði Guðmund­ur þegar mbl.is ræddi við hann í Búdapest í dag. 

„Við vor­um á fundi og ætl­um að gefa allt sem við eig­um í þetta. En ég skal al­veg játa að þegar ell­efu leik­menn eru dottn­ir út þá er þetta að verða gríðarlega erfitt verk­efni.“

Guðmund­ur lík­ir leikstíl Svart­fjalla­lands við leikstíl Króa­tíu. „Hann er ekki ósvipaður og hjá Króöt­um. Það er al­veg hægt að segja það. Þeir eru bara með mjög gott lið. Góðar skytt­ur, góðan mark­mann og góða horna­menn. Þetta er sterkt lið og þeir hafa verið að spila mjög vel á köfl­um.“

Guðmundur hefur um margt að hugsa þessa dagana.
Guðmund­ur hef­ur um margt að hugsa þessa dag­ana. Ljós­mynd/​Szil­via Michell­er

Spurður um hvort ekki sé heil­brigt og gott fyr­ir hand­boltaíþrótt­ina að ný lið eins og Hol­land og Svart­fjalla­land séu að hasla sér völl sagði Guðmund­ur það á viss­an hátt hafa verið fyr­ir­sjá­an­legt.  

„Þetta er bara þró­un­in. Ég hef verið að benda á þetta í nokk­ur ár. Fyrst var svona brosað að mér út af því. Menn héldu alltaf að ég væri eitt­hvað að tala upp and­stæðing­ana. En þeir sem fylgj­ast með hand­bolta vita al­veg hvernig þró­un­in er og það er al­veg nóg að horfa bara á leik Króa­tíu og Svart­fjalla­lands þá átta menn sig á  styrk­leik­um Svart­fjal­lands. Ef menn ef­ast eitt­hvað um það,“ sagði Guðmund­ur enn­frem­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 3 1 0 2 79:83 -4 2
3 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
4 Bosnía 3 1 0 2 75:82 -7 2
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
16.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 3 1 0 2 79:83 -4 2
3 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
4 Bosnía 3 1 0 2 75:82 -7 2
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
16.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert