Grátleg niðurstaða fyrir Ísland

Jacob Holm sækir á frönsku vörnina í kvöld.
Jacob Holm sækir á frönsku vörnina í kvöld. AFP

Ísland leikur við Noreg um fimmta sætið á EM karla í handbolta á föstudag. Þetta varð ljóst eftir að Frakkland vann nauman 30:29-sigur á Danmörku í lokaleik milliriðlanna í Búdapest í kvöld.

Danir voru yfir nær allan leikinn og náðu mest fimm marka forskoti. Frakkar komust hinsvegar yfir í fyrsta og eina skiptið í blálokin og tryggðu sér sigurinn.

Sigurinn nægir Frökkum til að fara með Dönum í undanúrslit á kostnað Íslendinga. Frakkar enda í toppsæti riðilsins með átta stig, eins og Danir sem falla niður í annað sætið. Ísland endar í þriðja sæti með sex stig. Danir mæta Spánverjum í undanúrslitum á meðan Frakkar mæta Svíum. 

Danir fóru töluvert betur af stað og komust í 5:1 í upphafi leiks. Þá tóku Frakkar leikhlé og minnkuðu muninn í 6:4. Danir héldu þó frumkvæðinu og náðu aftur fjögurra marka forskoti skömmu síðar, 10:6.

Aftur minnkaði Frakkland muninn í tvö mörk, 10:8, en Frakkar voru mun sterkari í lok fyrri hálfleiks og munaði fimm mörkum á liðunum þegar liðin gengu til búningsklefa, 17:12.

Seinni hálfleikur þróaðist svipað og sá fyrri og var munurinn 3-5 mörk fyrri hluta hálfleiksins. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður munaði þremur mörkum, 24:21. Danir voru hinsvegar snöggir að koma forskotinu aftur í fimm mörk, 26:21.

Það hrökk hinsvegar allt í baklás hjá Dönum á lokakaflanum því Frakkar skoruðu átta af síðustu tíu mörkunum og unnu eins marks sigur, en Frakkar komust aðeins einu sinni yfir í leiknum.

Niclas Kirkelökke skoraði tíu mörk fyrir danska liðið og Jacob Holm gerði níu. Hugo Descat og Dika Mem gerðu átta mörk hvor fyrir Frakka. 

Danmörk 29:30 Frakkland opna loka
60. mín. Danmörk tapar boltanum Kirkelökke kastar boltanum út af og nú er orðið ljóst að Ísland fer ekki í undanúrslit. Þetta er rosalega svekkjandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert