Velkomin í leikhús fáránleikans

Björgvin Páll Gústavsson verður fjarri góðu gamni gegn Svartfjallalandi.
Björgvin Páll Gústavsson verður fjarri góðu gamni gegn Svartfjallalandi. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Björgvin Páll Gústavsson verður ekki í leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í handknattleik sem mætir Svartfjallalandi síðar í dag í milliriðli I í Búdapest á Evrópumótinu sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu.

Markvörðurinn greindist með kórónuveiruna á miðvikudaginn í síðustu viku en losnaði nokkuð óvænt úr einangrun á mánudaginn síðasta og var í leikmannahópi liðsins í 23:22-tapinu gegn Króatíu.

Hann greindist aftur með veiruna í gær og verður fjarri góðu gamni í leiknum mikilvæga gegn Svartfjallalandi þar sem Ísland verður að vinna til þess að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum.

„Nú er búið að „dæma mig“ aftur út úr mótinu og í einangrun út frá CT-gildum í síðustu PCR-prófum,“ skrifaði Björgvin Páll á Twitter.

„Velkomin í leikhús fáránlekans, EM 2022. Þangað til næst ... Áfram Ísland!“ bætti Björgvin meðal annars við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert