Dönskum leikmönnum sagt að deyja eftir leikinn

Frakkar og Danir áttust við í gærkvöldi.
Frakkar og Danir áttust við í gærkvöldi. AFP

Frederik G. Schmidt, fjölmiðlafulltrúi handknattleikssambands Danmerkur, segir að leikmönnum og þjálfarateymi danska karlalandsliðsins hafi borist ógeðfelld skilaboð eftir tap liðsins gegn Frakklandi á EM 2022 í gærkvöldi.

Tapið varð til þess að Ísland missti naumlega af sæti í undanúrslitum mótsins og Íslendingar því ekki sáttir.

Á samfélagsmiðlum í gær voru Danir meðal annars sakaðir um að hafa tapað viljandi svo Ísland kæmist ekki áfram, en Danmörk og Frakkland fóru bæði upp úr milliriðli 1 og í undanúrslitin á meðan Ísland mun spila um 5. sætið við Noreg.

Schmidt segir það hins vegar af og frá að Danmörk hafi tapað viljandi og að leikmenn og þjálfarateymið eigi sannarlega ekki skilið að deyja fyrir að hafa tapað íþróttakappleik.

„Ég er er ekki sérlega hrifinn af sumum skilaboðunum sem hafa borist leikmönnum og þjálfarateyminu eftir leikinn gegn Frakklandi í gærkvöldi.

Nei, þeir töpuðu ekki viljandi. Og nei, maður á ekki skilið að deyja bara vegna þess að maður tapar handboltaleik,“ skrifaði hann á twitteraðgangi sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert