Ísland hafnaði í sjötta sæti á EM

Ísland þurfti að sætta sig við grát­legt 33:34-tap fyr­ir Nor­egi eft­ir fram­lengd­an leik þegar liðin kepptu um fimmta sætið á EM 2022 í Búdapest í Ung­verjalandi í dag. Nor­eg­ur tryggði sér þar með sæti á HM á næsta ári en Ísland þarf að fara í um­spil um sæti á mót­inu.

Norðmenn tóku snemma öll völd og voru komn­ir í þriggja marka for­ystu, 3:6, eft­ir tæp­lega tíu mín­útna leik.

Ísland náði að minnka mun­inn niður í 5:6 en Nor­eg­ur náði ávallt að kom­ast í þriggja marka for­ystu á ný.

Ómar Ingi Magnússon skoraði 10 mörk og var valinn maður …
Ómar Ingi Magnús­son skoraði 10 mörk og var val­inn maður leiks­ins í leiks­lok. Ljós­mynd/​Szil­via Michell­er

Eft­ir tæp­lega 19 mín­útna leik náðu Norðmenn fjög­urra marka for­ystu í fyrsta sinn í leikn­um, 7:11, og varn­ar- og sókn­ar­leik­ur Íslend­inga í tals­verðum ólestri.

Norðmenn voru á hinn bóg­inn sterk­ir í vörn­inni og knúðu þannig Íslend­inga til þess að tapa fjölda bolta í sókn­inni.

Auk þess var norska liðið öfl­ugt sókn­ar­lega og virt­ust raun­ar flest­ar sókn­ir þeirra enda með marki. Það þrátt fyr­ir að Vikt­or Gísli Hall­gríms­son hafi staðið vel fyr­ir sínu í marki Íslands með því að verja sjö skot í fyrri hálfleik.

Norðmenn voru við stjórn allt til enda hálfleiks­ins og leiddu með fjór­um mörk­um, 12:16, í leik­hléi.

Elvar Örn Jónsson sækir að norsku vörninni.
Elv­ar Örn Jóns­son sæk­ir að norsku vörn­inni. Ljós­mynd/​Szil­via Michell­er

Ísland hóf síðari hálfleik­inn af mikl­um krafti og var fljót­lega búið að minnka mun­inn niður í aðeins eitt mark, 17:18.

Norðmenn brugðust við því með því að skora þrjú mörk í röð og náðu þar með fjög­urra marka for­ystu á ný.

Íslend­ing­ar voru þó ekki á því að gef­ast upp og náðu aft­ur að minnka niður í eitt mark, 22:23.

Íslandi auðnaðist loks að jafna met­in eft­ir tæp­lega 49 mín­útna leik. Staðan orðin 24:24 og því allt í járn­um það sem eft­ir lifði leiks.

Þegar rúm mín­úta lifði leiks náði Ísland for­yst­unni, 27:26, í fyrsta sinn í leikn­um frá því að liðið komst í 2:1, en Norðmenn jöfnuðu met­in strax í næstu sókn.

Síðustu sókn­ir beggja liða fóru hins veg­ar í vaskinn og staðan því 27:27 að lokn­um venju­leg­um leiktíma. Þar með þurfti að grípa til fram­leng­ing­ar.

Minnstu mátti muna að Elv­ar Örn Jóns­son tryggði Íslandi sig­ur þegar Ýmir Örn Gísla­son fyr­irliði vann bolt­ann í loka­sókn Nor­egs, Elv­ar Örn var fljót­ur að hugsa og kastaði bolt­an­um yfir all­an völl­inn en skotið rétt fram­hjá auðu mark­inu og leiktím­inn rann út.

Janus Daði Smárason svífur í gegnum vörn Norðmanna.
Jan­us Daði Smára­son svíf­ur í gegn­um vörn Norðmanna. Ljós­mynd/​Szil­via Michell­er

Í fram­leng­ing­unni var áfram allt í járn­um þar sem liðin náðu mest eins marks for­ystu. Har­ald Reinkind skoraði síðasta mark leiks­ins á loka­sek­úndu 70. mín­útu leiks­ins í síðari hluta fram­leng­ing­ar og tryggði þannig Norðmönn­um sig­ur­inn.

Ómar Ingi Magnús­son átti enn einn stór­leik­inn fyr­ir Ísland. Skoraði hann tíu mörk í dag og var val­inn maður leiks­ins að hon­um lokn­um.

Er Ómar Ingi lang­marka­hæsti leikmaður EM með 59 mörk.

Jan­us Daði Smára­son sneri þá feyki­lega öfl­ug­ur aft­ur eft­ir að hafa verið í ein­angr­un und­an­farna sex daga og skoraði átta mörk, þar af fjög­ur í fram­leng­ing­unni.

Elv­ar Örn var þá frá­bær bæði í vörn og sókn. Skoraði hann sex mörk úr sjö skot­um í sókn­inni og braut í fjölda skipta lög­lega af sér í vörn­inni.

Sand­er Sagosen reynd­ist ís­lensku vörn­inni oft erfiður og skoraði átta mörk. Næst­ur á eft­ir hon­um kom Reinkind með sex mörk.

Ómar Ingi Magnússon skýtur að marki Norðmanna í leiknum í …
Ómar Ingi Magnús­son skýt­ur að marki Norðmanna í leikn­um í dag. Ljós­mynd/​Szil­via Michell­er

Um­spil um sæti á HM í sum­ar

Sæti á HM 2023 í Póllandi og Svíþjóð var í boði fyr­ir sig­ur­veg­ar­ann í leikn­um um fimmta sætið og kom það sem áður seg­ir í hlut Nor­egs þrátt fyr­ir magnaða end­ur­komu Íslands í síðari hálfleik í leik dags­ins.

Um­spil bíður því Íslands í sum­ar þar sem liðið mun spila tvo leiki, heima og að heim­an.

Ljóst er að Ísland verður í efri styrk­leika­flokki í um­spil­inu og get­ur því ekki mætt sterk­um þjóðum á borð við Króa­tíu, Þýskalandi, Ung­verjalandi, Hollandi, Svart­fjalla­landi, Rússlandi, Serbíu eða Tékklandi.

Ísland 33:34 Nor­eg­ur opna loka
Ómar Ingi Magnússon - 10 / 2
Janus Daði Smárason - 8
Elvar Örn Jónsson - 6
Bjarki Már Elísson - 5 / 2
Sigvaldi Björn Guðjónsson - 2
Ólafur Guðmundsson - 1
Ýmir Örn Gíslason - 1
Mörk 8 / 2 - Sander Sagosen
6 - Harald Reinkind
5 - Christian O'Sullivan
5 - Thomas Solstad
3 - Kevin Gulliksen
2 - Erik Thorsteinsen Toft
2 - Sebastian Barthold
1 - Kristian Björnsen
1 - Endre Langaas
1 - Kent Robin Tönnesen
Viktor Gísli Hallgrímsson - 9 / 1
Ágúst Elí Björgvinsson - 3
Varin skot 8 / 2 - Kristian Sæverås

8 Mín

Brottvísanir

10 Mín

Rautt Spjald Sebastian Barthold
mín.
70 Leik lokið
Norðmenn fara með nauman sigur af hólmi og tryggja sér fimmta sætið á EM og sæti á HM á næsta ári í leiðinni. Ísland hafnar í sjötta sæti á EM.
70 33 : 34 - Harald Reinkind (Noregur) skoraði mark
Reinkind skorar á lokasekúndunni, Viktor Gísli varði skotið í markið. Dómararnir skoðuðu í VAR hvort markið skyldi standa og komust að þeirri niðurstöðu að svo væri.
70 33 : 33 - Janus Daði Smárason (Ísland) skoraði mark
Áttunda mark Janusar Daða! Þrumuskot upp í samskeytin nær!
69 32 : 33 - Sander Sagosen (Noregur) skorar úr víti
Skotið í hnéð á Viktori Gísla og þaðan í netið. Hrikalega svekkjandi!
69 Christian O'Sullivan (Noregur) fiskar víti
68 Kristian Sæverås (Noregur) varði skot
Ver frá Ými Erni sem rétt náði að slá boltann í átt að honum eftir sendingu Elvars Arnar.
67 32 : 32 - Christian O'Sullivan (Noregur) skoraði mark
Það gerir O'Sullivan líka!
67 32 : 31 - Janus Daði Smárason (Ísland) skoraði mark
Brýst í gegn og skorar!
67 31 : 31 - Endre Langaas (Noregur) skoraði mark
Skorar af línunni eftir sendingu Sagosen.
66 31 : 30 - Elvar Örn Jónsson (Ísland) skoraði mark
Elvar Örn kemur Íslandi yfir!
66 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Ver frá Langas!
66 Leikur hafinn
Norðmenn hefja síðari framlenginguna.
65 30 : 30 - Christian O'Sullivan (Noregur) skoraði mark
Gott skot af löngu færi alveg út við stöng.
65 30 : 29 - Janus Daði Smárason (Ísland) skoraði mark
Janus Daði er ekki meiddari en svo að hann skorar tvö mörk með bylmingsskotum!
64 Noregur tapar boltanum
Ruðningur dæmdur á O'Sullivan!
64 29 : 29 - Janus Daði Smárason (Ísland) skoraði mark
63 28 : 29 - Harald Reinkind (Noregur) skoraði mark
Norðmenn eru komnir yfir á ný.
63 Ísland tapar boltanum
Ruðningur dæmdur á Elvar Örn.
62 28 : 28 - Sander Sagosen (Noregur) skoraði mark
Norðmenn jafna þá metin.
62 Janus Daði Smárason (Ísland) skýtur framhjá
Fer í gegn og skýtur framhjá. Meiddist á öxl og þarf að fara af velli.
62 Noregur tapar boltanum
Misheppnuð sending frá Sagosen ætluð Solstad og boltinn fer aftur fyrir!
61 28 : 27 - Ýmir Örn Gíslason (Ísland) skoraði mark
Ýmir Örn fær boltann frá Janusi Daða og skorar fyrsta mark sitt í leiknum!
61 Leikur hafinn
Íslendingar byrja með boltann í framlengingunni.
60 Leik lokið
Staðan er jöfn að loknum venjulegum leiktíma og því þarf að grípa til framlengingar!
60 Elvar Örn Jónsson (Ísland) skýtur framhjá
Ýmir Örn vinnur boltann, Elvar Örn kastar yfir allan völlinn en skotið framhjá auðu markinu!
60 Noregur tapar boltanum
60 Noregur tekur leikhlé
Norðmenn taka þá leikhlé og geta þá stillt upp í eina lokasókn! 18 sekúndur eftir!
60 Ísland tapar boltanum
Lína dæmd á Bjarka Má sýndist mér!
60 Ísland tekur leikhlé
Guðmundur tekur leikhlé þegar 39 sekúndur eru eftir af leiknum!
59 27 : 27 - Christian O'Sullivan (Noregur) skoraði mark
Norðmenn jafna strax metin!
59 27 : 26 - Elvar Örn Jónsson (Ísland) skoraði mark
Frábært skot á milli varnarmanna Noregs og Ísland kemst yfir!
58 Noregur tapar boltanum
Ruðningur dæmdur á Reinkind!
58 Ísland tapar boltanum
Ruðningur dæmdur á Ómar Inga!
57 Noregur tapar boltanum
Ruðningur dæmdur á O'Sullivan!
56 26 : 26 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Tíunda mark Ómars Inga! Brýst í gegn og kemur boltanum í bláhornið fjær.
55 25 : 26 - Kristian Björnsen (Noregur) skoraði mark
Norðmenn refsa strax.
55 Ísland tapar boltanum
Ýmir Örn ekki tilbúinn að fá sendinguna frá Ómari Inga.
55 Vetle Aga Eck (Noregur) fékk 2 mínútur
Hangir í Janusi Daða.
54 Harald Reinkind (Noregur) skýtur yfir
Höndin komin upp og Reinkind skýtur hátt yfir úr erfiðri stöðu!
53 25 : 25 - Bjarki Már Elísson (Ísland) skoraði mark
Fær sendinguna frá Elvari Erni og þrumar boltanum í netið!
52 Ágúst Elí Björgvinsson (Ísland) varði skot
Ver aftur frá Gulliksen sem var aleinn í gegn eftir hraðaupphlaup! Les hann alveg og grípur svo boltann!
52 Ísland tapar boltanum
Misheppnuð sending frá Janusi Daða.
51 Ágúst Elí Björgvinsson (Ísland) varði skot
Ver frá Gulliksen úr hægra horninu!
51 Elvar Ásgeirsson (Ísland) fékk 2 mínútur
Hangir í Reinkind.
50 Ísland tapar boltanum
Ruðningur dæmdur á Elvar Örn.
50 24 : 25 - Sander Sagosen (Noregur) skoraði mark
Skorar úr þröngu færi.
49 Noregur tekur leikhlé
Norðmönnum líst ekkert á það að Íslendingar séu búnir að jafna metin og fara aðeins yfir málin.
49 24 : 24 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Geggjuð gabbhreyfing og frábært skot eftir að höndin var komin upp hjá dómurunum! Loksins jafna okkar menn!
48 Noregur tapar boltanum
Boltinn dæmdur af Norðmönnum!
47 23 : 24 - Janus Daði Smárason (Ísland) skoraði mark
Lagleg gabbhreyfing og flott skot í gólfið og þaðan í netið!
47 22 : 24 - Sander Sagosen (Noregur) skorar úr víti
Neglir boltanum í stöngina og inn.
47 Harald Reinkind (Noregur) fiskar víti
Elvar Örn brýtur á honum innan teigs.
46 22 : 23 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Áttunda mark Ómars Inga, setur boltann á milli fóta Sæveras og munurinn aftur eitt mark!
45 Ágúst Elí Björgvinsson (Ísland) varði skot
Ver frá Reinkind!
44 Sebastian Barthold (Noregur) rautt spjald
Fer utan í Sigvalda Björn þegar hann skorar, dómararnir fara í VAR og ákveða að útiloka Barthold frá frekari þátttöku í leiknum í dag.
44 21 : 23 - Sigvaldi Björn Guðjónsson (Ísland) skoraði mark
Skorar með lúmsku skoti undir Sæveras.
44 20 : 23 - Christian O'Sullivan (Noregur) skoraði mark
43 20 : 22 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skorar úr víti
Setur boltann á milli fóta Heieren. Munurinn aftur orðinn tvö mörk.
43 Elvar Örn Jónsson (Ísland) fiskar víti
43 Sander Sagosen (Noregur) fékk 2 mínútur
Fer í skothöndina á Elvari Erni.
42 Erik Thorsteinsen Toft (Noregur) skýtur yfir
Skotið hátt yfir markið.
42 19 : 22 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Skorar af miklu harðfylgi úr því sem leit út fyrir að vera alveg vonlaust færi.
41 18 : 22 - Harald Reinkind (Noregur) skoraði mark
Afar fast skot langt fyrir utan sem Viktor Gísli ver í netið.
40 18 : 21 - Elvar Örn Jónsson (Ísland) skoraði mark
Þrumuskot fyrir utan, öflugur í sókninni í dag!
39 17 : 21 - Sebastian Barthold (Noregur) skoraði mark
Norðmenn skora þrjú mörk í röð og munurinn aftur orðinn fjögur mörk.
39 Ísland tapar boltanum
Ólafur missir boltann.
38 17 : 20 - Thomas Solstad (Noregur) skoraði mark
Enn finnur Sagosen Solstad á línunni.
38 Kristian Sæverås (Noregur) varði skot
Ver frá Janusi Daða.
37 Elvar Örn Jónsson (Ísland) fékk 2 mínútur
Fleygði Reinkind í gólfið áður en Sagosen fékk dæmdan ruðning á sig.
37 Noregur tapar boltanum
Ruðningur dæmdur á Sagosen.
37 Kristian Sæverås (Noregur) varði skot
Ver frá Janusi Daða sem var í þröngu færi.
36 17 : 19 - Sander Sagosen (Noregur) skoraði mark
Laglegt gegnumbrot og Sagosen skorar annað mark sitt í röð.
36 17 : 18 - Bjarki Már Elísson (Ísland) skoraði mark
Snögg sókn og Bjarki Már lætur ekki bjóða sér opið skotfæri tvisvar!
35 16 : 18 - Sander Sagosen (Noregur) skoraði mark
Flott gabbhreyfing og Sagosen skorar.
35 16 : 17 - Elvar Örn Jónsson (Ísland) skoraði mark
Hörkuskot af miklu harðfylgi og munurinn er orðinn eitt mark!
34 Kevin Gulliksen (Noregur) skýtur framhjá
Opið færi í hægra horninu en skotið framhjá markinu!
34 15 : 17 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skorar úr víti
Skorar af miklu öryggi og munurinn orðinn tvö mörk.
33 Janus Daði Smárason (Ísland) fiskar víti
33 Sebastian Barthold (Noregur) brennir af víti
33 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) ver víti
Frábærlega varið! Áttunda skotið sem hann ver í dag.
33 Sigvaldi Björn Guðjónsson (Ísland) fékk 2 mínútur
Hefði viljað fá ruðning á O'Sullivan en fær þess í stað tvær mínútur.
33 Christian O'Sullivan (Noregur) fiskar víti
32 14 : 17 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Frábær gabbhreyfing hjá Ómari Inga sem kemur boltanum svo í nærhornið!
32 13 : 17 - Harald Reinkind (Noregur) skoraði mark
Sagosen kemur boltanum á Reinkind sem skorar.
31 13 : 16 - Elvar Örn Jónsson (Ísland) skoraði mark
Sleppur í gegn í vinstri skyttustöðunni og skorar með flottu skoti!
31 Leikur hafinn
Íslendingar hefja síðari hálfleikinn.
30 Hálfleikur
Reinkind þrumar í varnarvegginn úr aukakasti á lokasekúndunni og Norðmenn fara því með fjögurra marka forystu til leikhlés.
30 Noregur tekur leikhlé
Norðmenn hafa 20 sekúndur til þess að komast í fimm marka forystu í fyrsta skipti í leiknum.
30 Bjarki Már Elísson (Ísland) brennir af víti
Boltinn fer af Sæveras og að miðjunni en Norðmenn ná frákastinu. Gulliksen og Sigvaldi Björn lenda í árekstri í baráttunni um boltann þar sem okkar maður heldur um andlitið. Það virðist þó vera í lagi með hann.
30 Kristian Sæverås (Noregur) ver víti
30 Kent Robin Tönnesen (Noregur) fékk 2 mínútur
30 Ýmir Örn Gíslason (Ísland) fiskar víti
29 Kevin Gulliksen (Noregur) á skot í stöng
29 Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skýtur framhjá
Talsvert framhjá markinu eftir langa sókn. Höndin var komin upp og Ómar Ingi þurfti að skjóta.
28 12 : 16 - Erik Thorsteinsen Toft (Noregur) skoraði mark
Þrumuskot langt fyrir utan en Viktor Gísli ver það í netið.
28 Kristian Sæverås (Noregur) varði skot
Ver frá Ólafi.
27 12 : 15 - Thomas Solstad (Noregur) skoraði mark
Fær línusendingu frá O'Sullivan og skorar fjórða mark sitt.
26 12 : 14 - Bjarki Már Elísson (Ísland) skoraði mark
Viktor Gísli fljótur að átta sig og kemur boltanum á Bjarka Má sem er aleinn í gegn og skorar auðveldlega.
26 Christian O'Sullivan (Noregur) skýtur yfir
Hátt yfir markið!
26 Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skýtur yfir
Skotið í gólfið og yfir markið.
25 11 : 14 - Erik Thorsteinsen Toft (Noregur) skoraði mark
Skotið af mjög löngu færi reynist Viktori Gísla ofviða.
24 11 : 13 - Bjarki Már Elísson (Ísland) skorar úr víti
Skorar af gífurlegu öryggi! Upp í samskeytin.
24 Ómar Ingi Magnússon (Ísland) fiskar víti
23 10 : 13 - Sebastian Barthold (Noregur) skoraði mark
Fyrstur að átta sig, nær frákastinu og skorar.
23 Kent Robin Tönnesen (Noregur) á skot í stöng
Norðmenn ná frákastinu.
22 10 : 12 - Sigvaldi Björn Guðjónsson (Ísland) skoraði mark
Fyrsta mark Sigvalda Björns í dag!
21 9 : 12 - Kent Robin Tönnesen (Noregur) skoraði mark
Tönnesen kemst á blað. Gott skot fyrir utan.
21 9 : 11 - Janus Daði Smárason (Ísland) skoraði mark
Íslendingar tapa boltanum en vinna hann jafnharðan aftur og Janus Daði sleppur í gegn og skorar auðveldlega.
21 Noregur tapar boltanum
21 Ísland tapar boltanum
20 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Gulliksen fær opið skotfæri í hægra horninu en Viktor Gísli sér við honum!
20 8 : 11 - Ólafur Guðmundsson (Ísland) skoraði mark
Fær boltann frá Janusi Daða, brýst í gegn og setur boltann á milli fóta Sæveras.
19 7 : 11 - Thomas Solstad (Noregur) skoraði mark
Sagosen finnur Solstad á línunni og hann skorar. Fjögurra marka forysta Noregs í fyrsta skipti í leiknum.
19 Ýmir Örn Gíslason (Ísland) fékk 2 mínútur
Fyrir að hanga í Sagosen.
18 Kristian Sæverås (Noregur) varði skot
Elvar aleinn í gegn en Sæveras ver vel frá honum.
17 7 : 10 - Christian O'Sullivan (Noregur) skoraði mark
Fyrsta mark hans í leiknum. Varnarleikur íslenska liðsins er ekki að ganga nægilega vel upp.
17 7 : 9 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Stekkur upp talsvert fyrir utan og boltinn á milli fóta Sæveras og í netið!
17 Harald Reinkind (Noregur) fékk 2 mínútur
Togar í treyjuna á Bjarka Má.
16 6 : 9 - Harald Reinkind (Noregur) skoraði mark
Brýtur sér leið í gegn og skorar með hörkuskoti.
16 6 : 8 - Bjarki Már Elísson (Ísland) skorar úr víti
Skorar af öryggi og er kominn á blað!
16 Janus Daði Smárason (Ísland) fiskar víti
15 5 : 8 - Kevin Gulliksen (Noregur) skoraði mark
Norðmenn bruna fram og Gulliksen skorar sitt þriðja mark.
15 Elvar Ásgeirsson (Ísland) á skot í stöng
14 Textalýsing
Leikurinn er stöðvaður eftir að Þráinn Orri snýr illa upp á vinstra hnéið á sér. Vonum innilega að þetta sé ekki neitt alvarlegt.
14 5 : 7 - Harald Reinkind (Noregur) skoraði mark
Norðmenn svara strax.
13 5 : 6 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Fer í gegn og skorar!
13 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Ver frá O'Sullivan!
12 Ómar Ingi Magnússon (Ísland) brennir af víti
Sjaldgæft vítaklúður hjá Ómari Inga.
12 Kristian Sæverås (Noregur) ver víti
12 Janus Daði Smárason (Ísland) fiskar víti
11 Noregur tapar boltanum
Ruðningur dæmdur á Reinkind.
11 Ísland tapar boltanum
Ruðningur dæmdur á Ómar Inga.
11 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Ver frá Solstad af línunni! Viktor Gísli er þegar búinn að verja fimm skot!
10 4 : 6 - Janus Daði Smárason (Ísland) skoraði mark
Laglegt skot á milli varnarmanna Noregs sem hafnar í nærhorninu!
10 Ísland tekur leikhlé
Guðmundi líst ekkert á blikuna. Þremur mörkum undir og nú þegar þrír tapaðir boltar í sókninni. Hann kallar eftir þolinmæði í sókninni.
10 3 : 6 - Sander Sagosen (Noregur) skoraði mark
Fer bara sjálfur upp og skorar.
9 Kristian Sæverås (Noregur) varði skot
Ver lúmskt skot frá Janusi Daða.
8 3 : 5 - Kevin Gulliksen (Noregur) skoraði mark
Opnast allt fyrir hann í hægra horninu og Gulliksen skorar af öryggi.
7 Ísland tapar boltanum
Enn tapa Íslendingar boltanum.
6 Ýmir Örn Gíslason (Ísland) gult spjald
7 3 : 4 - Thomas Solstad (Noregur) skoraði mark
Skorar tvö mörk í röð af línunni.
6 3 : 3 - Elvar Örn Jónsson (Ísland) skoraði mark
Brýst strax í gegn og skorar.
6 2 : 3 - Thomas Solstad (Noregur) skoraði mark
5 Ólafur Guðmundsson (Ísland) gult spjald
5 Ísland tapar boltanum
Sagosen stelur boltanum.
4 2 : 2 - Kevin Gulliksen (Noregur) skoraði mark
4 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Ver aftur frá Sagosen! Norðmenn halda boltanum.
4 2 : 1 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Fer í gegn og skorar örugglega.
4 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Þvílík byrjun hjá Viktori Gísla! Ver frá Sagosen.
3 1 : 1 - Janus Daði Smárason (Ísland) skoraði mark
Nokkuð óvænt þrumuskot sem syngur í netinu!
2 0 : 1 - Sander Sagosen (Noregur) skoraði mark
Sagosen skorar fyrsta markið með þrumuskoti.
2 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Ver laglega frá Barthold! Norðmenn halda þó boltanum.
0 Ísland tapar boltanum
1 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Ver þrumuskot frá Reinkind!
1 Leikur hafinn
Norðmenn hefja leikinn.
0 Textalýsing
Leikmenn eru klárir í slaginn og hlýða á þjóðsöngva.
0 Textalýsing
Utan hóps hjá Íslandi eru alls tíu leikmenn. Um er að ræða áðurnefnda sex leikmenn sem eru ekki lausir úr einangrun ásamt hinum meidda Aroni Pálmarssyni fyrirliða, Darra Aronssyni, Bjarna Ófeigi Valdimarssyni og Degi Gautasyni.
0 Textalýsing
Hjá Noregi eru líkt og hjá Íslandi sterkir leikmenn fjarverandi þó þeir séu ekki nándar nærri jafn margir. Línumaðurinn Magnus Gullerud og markvörðurinn Torbjörn Bergerud eru báðir smitaðir af veirunni og þar með í einangrun. Christoffer Rambo og Simen Holand Pettersen eru þá utan hóps í dag.
0 Textalýsing
Sex leikmenn eru enn í einangrun eftir að hafa smitast. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Björgvin Páll Gústavsson (öðru sinni í einangrun), Elliði Snær Viðarsson, Arnar Freyr Arnarsson, Daníel Þór Ingason og Vignir Stefánsson losnuðu ekki úr einangrun í tæka tíð og hafa því lokið keppni á EM.
0 Textalýsing
Tveir af þeim íslensku leikmönnum sem hafa verið í einangrun vegna kórónuveirusmits undanfarna daga eru lausir úr henni og koma inn í leikmannahópinn í dag. Þetta eru Janus Daði Smárason og Ólafur Andrés Guðmundsson. Taka þeir sæti Arons Pálmarssonar, sem er meiddur, og Darra Aronssonar frá því í síðasta leik.
0 Textalýsing
Ísland og Noregur leika um fimmta sæti Evrópumóts karla í Búdapest klukkan 14.30 en sigurvegarinn í leiknum tryggir sér jafnframt öruggt sæti i lokakeppni heimsmeistaramótsins í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Andreu Marin og Ignacio García, Spáni

Gangur leiksins: 2:2, 4:6, 5:8, 8:11, 11:14, 12:16, 16:18, 18:21, 21:23, 24:25, 25:26, 27:27.30:30,

Lýsandi: Gunnar Egill Daníelsson

Völlur: MVM Dome, Budapest Multifunctional Arena
Áhorfendafjöldi: 7.165

Ísland: Ágúst Elí Björgvinsson (M), Viktor Gísli Hallgrímsson (M). Janus Daði Smárason, Viggó Kristjánsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Ýmir Örn Gíslason, Ólafur Guðmundsson, Ómar Ingi Magnússon, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kristján Örn Kristjánsson, Teitur Örn Einarsson, Orri Freyr Þorkelsson, Elvar Ásgeirsson, Magnús Óli Magnússon, Þráinn Orri Jónsson.

Noregur: Kristian Sæverås (M), Sander Heieren (M). Vetle Aga Eck, Sander Sagosen, Sebastian Barthold, Sander Överjordet, Petter Överby, Erik Thorsteinsen Toft, Kent Robin Tönnesen, Kristian Björnsen, Christian O'Sullivan, Harald Reinkind, Endre Langaas, Thomas Solstad, Kevin Gulliksen, Alexander Blonz.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert