Aron Pálmarsson skoraði stórkostlegt 26. mark Íslands í jafnteflinu gegn Serbíu, 27:27, á EM í handbolta í München í kvöld.
Minnkaði Aron muninn í 27:26 þegar tæp hálf mínúta var eftir með ótrúlegu undirhandarskoti upp í þaknetið.
Hlaðvarpið (Un)informed Handball Hour deildi markinu á X-síðu sinni í kvöld og sagði mark mótsins vera mögulega komið.
„Aron Pálmarsson, hvað í fjáranum var þessi sleggja? Ísland nær í jafntefli úr töpuðum leik. Þvílík dramatík. Hræðilegt fyrir Serbíu,“ skrifuðu stjórnendur hlaðvarpsins.
Markið má sjá hér fyrir neðan.
We might have our goal of the tournament already.
— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) January 12, 2024
Take a bow Aron Palmarsson https://t.co/uPV1qj7iFz pic.twitter.com/DMIR3K3ncj
Holy Aron Palmarsson what the hell was that cannon!
— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) January 12, 2024
Iceland snatch a draw from the depth of defeat!
What drama! Heartbreak for Serbia!