Hver mistökin á fætur öðrum gegn Ungverjum

Íslenska karla­landsliðið í hand­knatt­leik sá aldrei til sól­ar þegar liðið mætti Ung­verjalandi í loka­leik sín­um í C-riðli Evr­ópu­móts­ins í Ólymp­íu­höll­inni í München í kvöld. 

Leikn­um lauk með stór­sigri Ung­verja, 33:25, en liðið hafði tryggt sér sæti í mill­iriðlum áður en kom að leik kvölds­ins eft­ir sig­ur Svart­fjall­lands gegn Serbíu í fyrri leik riðils­ins fyrr um dag­inn.

Ísland end­ar í öðru sæti riðils­ins með 3 stig og fer án stiga inn í mill­iriðil­inn þar sem Frakk­land, Þýska­land, Króatía og Aust­ur­ríki verða mót­herj­ar liðsins í Lanx­ness-höll­inni í Köln.

Máté Lékai skoraði fyrsta mark leiks­ins eft­ir þriggja mín­útna leik en Bjarki Már Elís­son var fljót­ur að jafna met­in með lag­legu marki úr hraðaupp­hlaupi.

Liðin skipt­ust á að skora eft­ir þetta en Ung­verj­ar voru þó með frum­kvæðið á fyrstu mín­út­um leiks­ins.

Sig­valdi Björn Guðjóns­son kom Íslandi yfir í fyrsta sinn í leikn­um eft­ir sex mín­út­una leik, 4:3, eft­ir hraða sókn ís­lenska liðsins en Bence Imre jafnaði met­in í 4:4 strax í næstu sókn.

Bjarki Már Elís­son kom Íslandi yfir, 5:4, með marki úr vinstra horn­inu en Gá­bor Ancs­in jafnaði met­in jafn harðan fyr­ir Ung­verja í 5:5, og allt í járn­um eft­ir fyrstu tíu mín­út­ur leiks­ins.

Besti leikmaður Ung­verja fékk rautt

Eft­ir sex mín­útna leik dró til tíðinda þegar Bence Bán­hidi, línumaður Ung­verja, fékk að líta rauða spjaldið fyr­ir að fara aft­an í Gísla Þor­geir Kristjáns­son sem var að brjóta sér leið í gegn­um vörn Ung­verja. Gísli lá óvíg­ur eft­ir en gat engu að síður haldið leik áfram en at­vikið átti sér stað í stöðunni 6:5, Ung­verj­um í vil.

Þá kom hins veg­ar arfaslak­ur kafli hjá ís­lenska liðinu og eft­ir að Elv­ar Örn Jóns­son jafnaði met­in í 7:7 eft­ir fimmtán mín­út­una leik skoruðu Ung­verj­ar þeir Zoltán Szita tví­veg­is fyr­ir Ung­verja og Egon Han­usz bætti öðru marki við fyr­ir Ung­verja­land og staðan allt í einu orðin 10:7, Ung­verj­um í vil.

Snorri Steinn Guðjóns­son, þjálf­ari ís­lenska liðsins, ákvá þá að taka leik­hlé og Ómar Ingi Magnús­son var fljót­ur að minnka mun­inn í eitt mark, 10:9, fyrst af vítalín­unni og svo eft­ir lag­lega sókn ís­lenska liðsins.

Gekk illa að minnka mun­inn

Bjarki Már Elís­son fékk gullið tæki­færi til þess að jafna met­in í 10:10 þegar tutt­ugu mín­út­ur voru liðnar af leikn­um en Kristóf Palasics varði frá hon­um úr sann­kölluðu dauðafæri og Ísland áfram marki und­ir, 10:9.

Gísli Þor­geir Kristjáns­son fékk einnig tæki­færi til þess að jafna met­in í 10:10 en skot hans, eft­ir að hann braut sér lag­lega leið í gegn­um vörn Ung­verja, fór í stöng­ina og svo aft­ur í stöng­ina.

Ben­deg­úz Bóka kom Ung­verj­um svo aft­ur tveim­ur mörk­um yfir, 11:9, þegar rúm­lega sjö mín­út­ur voru eft­ir af fyrri hálfleik en Ómar Ingi Magnús­son minnkaði mun­inn strax í næstu sókn með frá­bæru skoti utan teigs.

Ung­verj­ar skoruðu hins veg­ar tví­veg­is í röð og komust aft­ur þrem­ur mörk­um yfir, 13:10, þegar fimm mín­út­ur voru eft­ir af fyrri hálfleik.

Náðu að laga stöðuna fyr­ir hálfleik

Ómar Ingi Magnús­son fékk tæki­færi til að minnka mun­inn í tvö mörk en ví­tak­ast hann fór í slánna og yfir og strax í næstu sókn skoraði Egon Han­usz og kom Ung­verj­um fjór­um mörk­um yfir í fyrsta sinn í leikn­um, 14:10.

Viggó Kristjáns­son minnkaði mun­inn í þrjú mörk með marki af vítalín­unni og Aron Pálm­ars­son braut sér svo leið í gegn­um vörn Ung­verja og minnkaði mun­inn í tvö mörk, 14:12, þegar ein og hálf mín­úta var eft­ir af fyrri hálfleik.

Ung­verj­ar tóku leik­hlé, sem skilaði ekki ár­angri, því liðið kastaði frá sér bolt­an­um strax í næstu sókn, Viggó Kristjáns­son brunaði upp í sókn og minnkaði mun­inn í eitt mark, 14:13.

Gá­bor Ancs­in skoraði hins veg­ar síðasta mark hálfleiks­ins og kom Ung­verj­um tveim­ur mörk­um yfir, 15:13, úr von­lausri stöðunni í horn­inu, og þannig var staðan í hálfleik.

Fimm marka mun­ur Ung­verja

Ger­gö Fazekas skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks og kom Ung­verj­um aft­ur þrem­ur mörk­um yfir 16:13.  Viggó Kristjáns­son átti skot fyr­ir utan sem Palasics í marki Ung­verja varði nokkuð auðveld­lega og Fazekas skoraði strax í næstu sókn og kom Ung­verjalandi fjór­um mörk­um yfir á nýj­an leik, 17:13.

Aron Pálm­ars­son minnkaði mun­inn fyr­ir Ísland í þrjú mörk, 17:14, með fal­legu skoti utan teigs og liðin skipt­ust svo á að skora eft­ir þetta en alltaf voru Ung­verj­ar með frum­kvæðið í leikn­um.

Dom­inik Mát­hé kom Ung­verjalandi svo fimm mörk­um yfir, 20:15, þegar sjö mín­út­ur voru liðnar af síðari hálfleik.

Ung­verj­ar voru áfram skrefi á und­an og Miklós Rosta kom þeim sex mörk­um yfir af lín­unni, 24:18, þegar tíu mín­út­ur voru liðnar af síðari hálfleik.

Ung­verj­ar stungu af

Þá tók Snorri Steinn Guðjóns­son leik­hlé en það bar lít­inn ár­ang­ur því ís­lenska liðið kastaði bolt­an­um frá sér strax í næstu sókn.

Pat­rik Liget­vári kom Ung­verj­um svo sjö mörk­um yfir, 25:18, þegar rúm­lega fimmtán mín­út­ur voru til leiks­loka og út­litið orðið frek­ar dökkt hjá ís­lenska liðinu.

Ung­verj­ar héldu áfram að auka for­skot sitt og mun­ur­inn á liðunum var allt í einu orðinn níu mörk þegar tíu mín­út­ur voru til leiks­loka.

Íslenska liðinu tókst að aldrei að ógna for­skoti Ung­verja­lands á síðustu tíu mín­út­um leiks­ins og Ung­verj­ar fögnuðu ör­ugg­um sigri í leiks­lok og fara inn í mill­iriðlakeppn­ina með tvö stig.

Ómar Ingi Magnús­son og Viggó Kristjáns­son voru marka­hæst­irr hjá ís­lenska liðinu með fimm mörk hvor. Þá varði Vikt­or Gísli Hall­gríms­son átta skot í marki ís­lenska liðsins.

Ísland 25:33 Ung­verja­land opna loka
Viggó Kristjánsson - 8 / 4
Ómar Ingi Magnússon - 5 / 2
Elliði Snær Viðarsson - 3
Aron Pálmarsson - 3
Bjarki Már Elísson - 2
Sigvaldi Björn Guðjónsson - 2
Janus Daði Smárason - 1
Elvar Örn Jónsson - 1
Mörk 5 - Egon Hanusz
5 - Zoltán Szita
4 - Miklós Rosta
4 - Gábor Ancsin
4 / 1 - Dominik Máthé
4 - Gergö Fazekas
4 - Bence Imre
1 - Bendegúz Bóka
1 - Patrik Ligetvári
1 - Máté Lékai
Viktor Gísli Hallgrímsson - 10
Björgvin Páll Gústavsson - 2
Varin skot 10 / 1 - Kristóf Palasics

8 Mín

Brottvísanir

12 Mín

Rautt Spjald Bence Bánhidi
mín.
60 Leik lokið
Mjög slök frammistaða Íslands í kvöld. Íslenska liðið átti ekkert meira skilið út úr þessum leik.
60 25 : 33 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Hans áttunda mark.
60 24 : 33 - Miklós Rosta (Ungverjaland) skoraði mark
Af línunni.
59 Ísland tapar boltanum
59 24 : 32 - Dominik Máthé (Ungverjaland) skoraði mark
Negla fyrir utan.
58 Sigvaldi Björn Guðjónsson (Ísland) skýtur framhjá
Fer illa með gott færi. Ekki búinn að eiga góðan dag.
58 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Frá Lékai.
57 Stiven Tobar Valencia (Ísland) á skot í slá
Í gólfið og í slána.
57 24 : 31 - Egon Hanusz (Ungverjaland) skoraði mark
Fær að fara nálægt vörninni og skorar.
57 24 : 30 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skorar úr víti
Enn skorar Viggó. Sjöunda markið.
57 Stiven Tobar Valencia (Ísland) fiskar víti
56 23 : 30 - Gergö Fazekas (Ungverjaland) skoraði mark
Þarna átti Viktor að gera mikið betur.
56 23 : 29 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Viggó orðinn markahæstur á vellinum með sex mörk.
56 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
54 22 : 29 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Ruðningur og Viggó skorar yfir allan völlinn í autt mark.
54 Ungverjaland tapar boltanum
54 21 : 29 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Gott skot af gólfinu.
54 Adrián Sipos (Ungverjaland) fékk 2 mínútur
Fór harkalega í Hauk.
53 20 : 29 - Egon Hanusz (Ungverjaland) skoraði mark
52 20 : 28 - Janus Daði Smárason (Ísland) skoraði mark
Góð gabbhreyfing. Hans fyrsta mark.
52 19 : 28 - Dominik Máthé (Ungverjaland) skorar úr víti
52 Miklós Rosta (Ungverjaland) fiskar víti
Ungverjar geta náð níu marka forskoti.
51 Haukur Þrastarson (Ísland) á skot í slá
Óheppinn þarna.
51 19 : 27 - Miklós Rosta (Ungverjaland) skoraði mark
Af línunni. Nú er aðeins spurning hve stór tapið verður.
50 Kristóf Palasics (Ungverjaland) varði skot
Mættur í hornið og ver frá Hauki.
50 Ungverjaland tapar boltanum
Ýmir verst vel.
49 Ísland tapar boltanum
Ómar snöggur að tapa boltanum.
49 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Innkoma Viktors er jákvætt.
48 19 : 26 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Gegnumbrot. Er markahæstur hjá Íslandi með fimm mörk.
48 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Frá Bóka sem var í góðu færi.
48 Elliði Snær Viðarsson (Ísland) fékk 2 mínútur
Fór harkalega í Lékai.
47 Ísland tapar boltanum
Haukur hittir ekki á Elliða. Þetta versnar bara og versnar.
47 18 : 26 - Miklós Rosta (Ungverjaland) skoraði mark
Átta marka munur.
46 Stiven Tobar Valencia (Ísland) skýtur framhjá
Fer illa með gott færi. Haukur gaf á hann en hefði betur farið sjálfur í gegn. Var kominn í betra færi en Stiven var í.
46 Adrián Sipos (Ungverjaland) fékk 2 mínútur
Ýtti í bakið á Gísla.
45 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Frá Lékai.
45 Kristóf Palasics (Ungverjaland) varði skot
Frá Sigvalda sem var í dauðafæri.
44 18 : 25 - Patrik Ligetvári (Ungverjaland) skoraði mark
Þetta er orðið ansi ljótt. Tapaður bolti eftir mjög slaka sókn og hraðaupphlaup í andlitið.
44 Ísland tapar boltanum
43 Viggó Kristjánsson (Ísland) fékk 2 mínútur
Ísland fær samt sem áður boltann.
43 Textalýsing
Dómararnir ætla að skoða brot Viggós í VAR og hvort hann eigi að fá rautt spjald eða bara brottvísun. Þetta var ansi langt frá því að vera mjög gróft. Yrði stórfurðulegt að reka hann af velli með rautt fyrir þetta.
43 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Frá Fazekas úr dauðafæri. Glæsileg varsla.
42 Ísland tapar boltanum
Íslenska liðið vinnur boltann en klúðrar síðan hraðaupphlaupinu.
42 Ísland tapar boltanum
Vond fyrsta sókn eftir leikhléið.
41 Ísland tekur leikhlé
Snorri vill skiljanlega ræða við sína menn. Þetta er basl.
41 18 : 24 - Miklós Rosta (Ungverjaland) skoraði mark
Galopinn á línunni. Íslenska liðið í basli á báðum endum. Munurinn sex mörk.
41 Elliði Snær Viðarsson (Ísland) skýtur yfir
Reynir skotið frá miðlínunni en hittir ekki markið.
40 18 : 23 - Dominik Máthé (Ungverjaland) skoraði mark
Skot fyrir utan. Sem fyrr eru Ungverjar að skora mjög einföld mörk.
40 18 : 22 - Sigvaldi Björn Guðjónsson (Ísland) skoraði mark
Hratt spil og hornið galopnað.
39 17 : 22 - Zoltán Szita (Ungverjaland) skoraði mark
Skot fyrir utan.
39 17 : 21 - Elliði Snær Viðarsson (Ísland) skoraði mark
Aron með góða línusendingu.
39 Gergö Fazekas (Ungverjaland) fékk 2 mínútur
Vitlaus skipting og Ungverjar fá fyrir það brottvísun. Voru sjö inni á vellinum á sama tíma.
38 16 : 21 - Zoltán Szita (Ungverjaland) skoraði mark
Viktor ver boltann inn. Þarna átti hann að gera betur.
38 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Enn halda Ungverjar boltanum en Viktor er að hitna.
37 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Kominn aftur inn á og byrjar vel en Ungverjar fá boltann.
37 16 : 20 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skorar úr víti
Þriðja vítið í röð sem Viggó skorar úr. 100% nýting þar.
37 Viggó Kristjánsson (Ísland) fiskar víti
Fær tækifæri til að skora sitt fjórða mark og jafna Ómar Inga.
37 15 : 20 - Dominik Máthé (Ungverjaland) skoraði mark
Skot fyrir utan og munurinn fimm mörk í fyrsta skipti.
36 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
Ver frá Rosta úr dauðafæri en í innkast.
36 Elliði Snær Viðarsson (Ísland) fékk 2 mínútur
Fótur. Hlutirnir ekki að ganga upp hjá íslenska liðinu þessa stundina.
35 Ísland tapar boltanum
Sigvaldi steig út af.
35 15 : 19 - Gergö Fazekas (Ungverjaland) skoraði mark
Negla fyrir utan. Auðveld mörk í hverri sókn hjá Ungverjum.
35 15 : 18 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skorar úr víti
Öruggur eins og áðan.
34 Aron Pálmarsson (Ísland) fiskar víti
Ekki lengi að ná í víti hinum megin.
34 14 : 18 - Egon Hanusz (Ungverjaland) skoraði mark
Negla fyrir utan af gólfinu. Vörn og markvarsla slök í upphafi seinni.
33 14 : 17 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Svarar strax.
33 13 : 17 - Gergö Fazekas (Ungverjaland) skoraði mark
Með tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks.
32 Kristóf Palasics (Ungverjaland) varði skot
Frá Viggó. Af löngu færi og ekki gott skot.
31 13 : 16 - Gergö Fazekas (Ungverjaland) skoraði mark
Gegnumbrot.
31 Seinni hálfleikur hafinn
Grænklæddir Ungverjar byrja með boltann í seinni.
30 Hálfleikur
Ungverjar yfir nánast allan tímann. Munurinn varð mestur fjögur mörk. Ungverjaland byrjar með boltann í seinni. Ekki kjörstaða en heldur betur nóg eftir.
30 13 : 15 - Gábor Ancsin (Ungverjaland) skoraði mark
Erfitt færi en skorar samt.
30 13 : 14 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Íslenska vörnin stelur boltanum og Viggó skorar í autt markið. Munurinn aðeins eitt mark. Var fjögur rétt áðan.
30 Ungverjaland tekur leikhlé
Ungverjar vilja ræða saman. Rúm mínuta eftir af fyrri hálfleik.
29 12 : 14 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Tvö íslensk mörk í röð og þetta er miklu betra. Sá smá gat á vörninni og skellti sér í gegn.
29 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
Ver sitt fyrsta skot frá Ancsin.
28 11 : 14 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skorar úr víti
Viggó fær að spreyta sig núna og hann skorar.
28 Zoran Ilic (Ungverjaland) fékk 2 mínútur
Ýtti í bakið á Janusi.
28 Janus Daði Smárason (Ísland) fiskar víti
Gott gegnumbrot.
28 Kristóf Palasics (Ungverjaland) varði skot
Frá Sigvalda. Ísland heldur boltanum.
27 10 : 14 - Egon Hanusz (Ungverjaland) skoraði mark
Gegnumbrot og Ungverjar komnir í góða stöðu.
26 Ómar Ingi Magnússon (Ísland) brennir af víti
Í slána. Í annað skipti í þremur leikjum klikkar Ómar á tveimur vítum í sama leiknum.
26 Elliði Snær Viðarsson (Ísland) fiskar víti
Janus með góða línusendingu á Elliða.
25 10 : 13 - Bence Imre (Ungverjaland) skoraði mark
Hraðaupphlaup.
25 Ísland tapar boltanum
Skref á Elvar.
25 10 : 12 - Bence Imre (Ungverjaland) skoraði mark
Úr hægra horni.
24 10 : 11 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Glæsilegt gegnumbrot. Ómar að spila vel.
23 9 : 11 - Bendegúz Bóka (Ungverjaland) skoraði mark
Úr vinstra horni og enn eru Ungverjar skrefi á undan.
23 Bjarki Már Elísson (Ísland) fékk 2 mínútur
Fótur.
23 Gísli Þorgeir Kristjánsson (Ísland) á skot í stöng
Stöngin, stöngin út. Óheppinn.
22 Ungverjaland tapar boltanum
Ruðningur.
22 Kristóf Palasics (Ungverjaland) varði skot
Frá Bjarka sem var í dauðafæri.
21 Ungverjaland tapar boltanum
Kasta boltanum út af.
20 Ísland tapar boltanum
Lína á Arnar Frey.
19 Ungverjaland tapar boltanum
Íslenska liðið verst vel og getur nú jafnað með sínu þriðja marki í röð.
18 9 : 10 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Góð gabbhreyfing og munurinn eitt mark. Tvö í röð eftir leikhléið.
18 Bendegúz Bóka (Ungverjaland) skýtur yfir
Í gólfið og yfir úr dauðafæri.
17 8 : 10 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skorar úr víti
Klikkar ekki tvisvar í röð.
17 Bjarki Már Elísson (Ísland) fiskar víti
Nær frákastinu og nær í víti.
17 Kristóf Palasics (Ungverjaland) varði skot
Frá Arnari Frey.
16 Ísland tekur leikhlé
Snorri vill ræða við sína menn. Slæmur kafli núna.
16 7 : 10 - Zoltán Szita (Ungverjaland) skoraði mark
Hraðaupphlaup eftir aðra slaka sendingu frá Aroni. Þrjú í röð hjá Ungverjalandi á augabragði.
16 7 : 9 - Egon Hanusz (Ungverjaland) skoraði mark
Leikur á einn Íslending og kemur Ungverjum aftur tveimur yfir.
16 Ísland tapar boltanum
Aron hittir ekki á Bjarka.
15 7 : 8 - Zoltán Szita (Ungverjaland) skoraði mark
Af gólfinu fyrir utan.
15 7 : 7 - Elvar Örn Jónsson (Ísland) skoraði mark
Eftir eldsnögga sókn. Tvö í röð hjá Íslandi og allt jafnt.
14 Ungverjaland tapar boltanum
Lína.
14 Ísland tapar boltanum
Ísland tapar boltanum jafnóðum. Klaufalegt.
14 Ungverjaland tapar boltanum
13 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Í innkast og Ungverjar halda boltanum.
13 6 : 7 - Elliði Snær Viðarsson (Ísland) skoraði mark
Aron með glæsilega línusendingu og nú skorar Elliði.
12 5 : 7 - Bence Imre (Ungverjaland) skoraði mark
Úr hægra horni og Ungverjar tveimur yfir.
12 Kristóf Palasics (Ungverjaland) ver víti
Frá Ómari Inga. Enn eru Íslendingar að fara illa með dauðafæri.
12 Bence Bánhidi (Ungverjaland) rautt spjald
Einn allra besti línumaður heims fær beint rautt. Þetta gæti breytt gangi leiksins.
12 Gísli Þorgeir Kristjánsson (Ísland) fiskar víti
Bence Bánhidi fer illa í hann. Dómararnir ætla að skoða þetta í VAR. Einn besti leikmaður Ungverja gæti verið að fá rautt spjald.
11 5 : 6 - Zoltán Szita (Ungverjaland) skoraði mark
Skot fyrir utan. Viktor ekki alveg að finna sig í markinu.
11 Elliði Snær Viðarsson (Ísland) á skot í slá
Nær frákastinu en í gólfið og slána. Illa farið með gott færi.
11 Kristóf Palasics (Ungverjaland) varði skot
10 Textalýsing
Sipos er eitthvað vankaður. Hann sest niður og hvílir sig í bili hið minnsta.
10 Textalýsing
Leikurinn er stöðvaður á meðan Adrián Sipos fær aðhlynningu. Hann rakst harkalega í Elliða, sem varð ekki meint af.
10 Kristóf Palasics (Ungverjaland) varði skot
Aron nær frákastinu og sóknin heldur áfram.
9 5 : 5 - Gábor Ancsin (Ungverjaland) skoraði mark
Þarna átti Viktor að gera betur. Var laust og eiginlega beint á hann.
9 5 : 4 - Bjarki Már Elísson (Ísland) skoraði mark
Eftir góða sendingu Arons aftur fyrir sig.
8 Ungverjaland tapar boltanum
Leiktöf. Góð íslensk vörn.
7 Kristóf Palasics (Ungverjaland) varði skot
Frá Aroni sem var í góðu færi.
7 4 : 4 - Bence Imre (Ungverjaland) skoraði mark
Tekur frákastið og jafnar.
7 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Frá Ancsin sem skaut fyrir utan.
6 4 : 3 - Sigvaldi Björn Guðjónsson (Ísland) skoraði mark
Eftir eldsnögga sókn. Ísland yfir í fyrsta skipti.
6 Ungverjaland tapar boltanum
5 3 : 3 - Elliði Snær Viðarsson (Ísland) skoraði mark
Viljið þið gíska á hvernig þetta mark var? Frá miðlínunni, að sjálfsögðu!
5 2 : 3 - Gábor Ancsin (Ungverjaland) skoraði mark
Negla fyrir utan.
4 2 : 2 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skorar úr víti
Öruggur og jafnar.
4 Bence Bánhidi (Ungverjaland) fékk 2 mínútur
Elliði gerir glæsilega í að leika á hann og Bánhidi togar hann svo niður.
4 Elliði Snær Viðarsson (Ísland) fiskar víti
4 1 : 2 - Gábor Ancsin (Ungverjaland) skoraði mark
Svarar strax.
4 1 : 1 - Bjarki Már Elísson (Ísland) skoraði mark
Hraðaupphlaup og Ísland er komið á blað.
3 Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skýtur framhjá
Laumst og framhjá. Slakt skot.
3 0 : 1 - Máté Lékai (Ungverjaland) skoraði mark
Sækir á vörnina og neglir boltanum í netið.
2 Ísland tapar boltanum
Leiktöf eftir langa og slaka sókn.
1 Leikur hafinn
Ísland byrjar með boltann. Bjarki, Gísli, Aron, Ómar, Sigvaldi og Elliði. Viktor í marki.
0 Textalýsing
Ísland leikur í hvítu þriðja leikinn í röð. Vonum að bláu treyjurnar hafi ekki gleymst heima.
0 Textalýsing
Þjóðsöngvarnir eru nú spilaðir og að vanda er gríðarlega vel sungið með þeim íslenska.
0 Textalýsing
Ári fyrr vann Ísland 31:30-sigur í Búdapest og fór í milliriðil á kostnað ungverska liðsins sem var mikið áfall fyrir heimamenn.
0 Textalýsing
Ísland var með 25:19-forskot þegar 20 mínútur voru eftir af leik liðanna á HM á síðasta ári. Ungverjaland vann lokakaflann 10:3 eftir 5:0 kafla í lokin.
0 Textalýsing
Þau mættust síðast á HM fyrir ári síðan. Ísland var með gott forskot stóran hluta leiks, en leikur íslenska liðsins hrundi undir lokin og Ungverjar tóku fram úr. Ísland vann hins vegar 31:30 þegar þau mættust í Búdapest á EM fyrir tveimur árum.
0 Textalýsing
Þessar þjóðir þekkja hvora aðra orðið ansi vel á handboltavellinum. Hafa þau mæst ellefu sinnum frá aldamótum. Ungverjaland er með sex sigra í þeim leikjum, Ísland fjóra og einu sinn hafa þau skilið jöfn.
0 Textalýsing
Það eru tvær breytingar á leikmannahópi Íslands frá leiknum við Svartfjallaland. Haukur Þrastarson og Kristján Örn Kristjánsson koma inn í liðið. Óðinn Þór Ríkharðsson og Einar Þorsteinn Ólafsson eru utan hóps.
0 Textalýsing
Ísland er öruggt í milliriðil, þar sem Svartfjallaland vann 30:29-sigur á Serbíu. Nú er bara spurning hve mörg stig íslenska liðið tekur með sér í milliriðil, tvö, eitt eða ekkert.
0 Textalýsing
Sigurliðið í dag endar í toppsæti riðilsins og fer með tvö stig í milliriðil. Ungverjar eru öryggir áfram og Íslandi sömuleiðis ef Serbía nær ekki að vinna Svartfjallaland í leik sem byrjar klukkan 17.
0 Textalýsing
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Íslands og Ungverjalands í C-riðli á EM karla í handbolta.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Bojan Lah og David Sok, Slóveníu

Gangur leiksins: 3:3, 5:5, 7:8, 9:10, 10:13, 13:15, 15:19, 18:23, 18:25, 19:26, 25:33.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson

Völlur: Ólympíuhöllin í München
Áhorfendafjöldi: 12.128

Ísland: Björgvin Páll Gústavsson (M), Viktor Gísli Hallgrímsson (M). Janus Daði Smárason, Aron Pálmarsson, Viggó Kristjánsson , Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson , Ýmir Örn Gíslason , Ómar Ingi Magnússon, Elliði Snær Viðarsson, Arnar Freyr Arnarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kristján Örn Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Stiven Tobar Valencia.

Ungverjaland: Kristóf Palasics (M), Lázló Bartucz (M). Adrián Sipos, Bendegúz Bóka, Patrik Ligetvári, Dominik Máthé, Gergö Fazekas, Bence Bánhidi, Zoltán Szita, Gábor Ancsin, Richárd Bodó, Zoran Ilic, Miklós Rosta, Máté Lékai, Egon Hanusz, Bence Imre.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert