Þórir: Staðan er alvarleg

Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. AFP/Jonathan Nackstrand

Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta, hefur áhyggjur af fjárhagsstöðu norskra handknattleiksfélaga.

Mörg félög í Noregi eiga í vandræðum með að ná endum saman og stórliðið Vipers frá Kristiansand átti í hættu að vera lagt niður vegna fjárhagsvandræða félagsins.

„Staðan er alvarleg. Ég hef verið í þessu lengi og fjárhagsstaðan fer upp og niður á milli ára en mörg félög eru í vandræðum í dag,“ sagði Þórir við Nettavisen.

„Það er orðið dýrara að halda úti félögum en við höfum séð erfiða tíma áður. Ef við vinnum saman komumst við í gegnum þetta,“ bætti Selfyssingurinn við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert