Gerrard mjög stoltur

Steven Gerrard hefur spilað frábærlega með Liverpool í vetur.
Steven Gerrard hefur spilað frábærlega með Liverpool í vetur. Reuters

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var í gærkvöld útnefndur knattspyrnumaður ársins í Englandi af samtökum atvinnuknattspyrnumanna. Gerrard er mjög stoltur yfir því að hafa fengið þessa viðurkenningu en hann er fyrsti leikmaður Liverpool sem hlýtur þennan heiður í 18 ár, eða siðan John Barnes var kjörinn árið 1988. John Terry, fyrirliði Chelsea, sigraði í fyrra og Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, næstu tvö ár þar á undan.

„Ég er enn í sjokki ef ég á að vera hreinskilinn. Ég leit á listann yfir þá leikmenn sem hafa unnið þennan titil undanfarin ár en það eru frábærir leikmenn sem hafa fengið þessa viðurkenningu. Ég er mjög stoltur að hafa bæst í hópinn en þetta kórónar frábæra helgi hjá mér. Að komast í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og að vinna þessi verðlaun er frábært,“ sagði Steven Gerrard. Sigurvegarar í kjörinu frá upphafi eru eftirtaldir:

1974 - Norman Hunter, Leeds
1975 - Colin Todd, Derby
1976 - Pat Jennings, Tottenham
1977 - Andy Gray, Aston Villa
1978 - Peter Shilton, Nottingham Forest
1979 - Liam Brady, Arsenal
1980 - Terry McDermott, Liverpool
1981 - John Wark, Ipswich
1982 - Kevin Keegan, Southampton
1983 - Kenny Dalglish, Liverpool
1984 - Ian Rush, Liverpool
1985 - Peter Reid, Everton
1986 - Gary Lineker, Everton
1987 - Clive Allen, Tottenham
1988 - John Barnes, Liverpool
1989 - Mark Hughes, Manchester United
1990 - David Platt, Aston Villa
1991 - Mark Hughes, Manchester United
1992 - Gary Pallister, Manchester United
1993 - Paul McGrath, Aston Villa
1994 - Eric Cantona, Manchester United
1995 - Alan Shearer, Blackburn
1996 - Les Ferdinand, Newcastle
1997 - Alan Shearer, Newcastle
1998 - Dennis Bergkamp, Arsenal
1999 - David Ginola, Tottenham
2000 - Roy Keane, Manchester United
2001 - Teddy Sheringham, Manchester United
2002 - Ruud van Nistelrooy, Manchester United
2003 - Thierry Henry, Arsenal
2004 - Thierry Henry, Arsenal
2005 - John Terry, Chelsea
2006 - Steven Gerrard, Liverpool

Sjá einnig enski.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert