Öflugur sóknarmaður á leið til Chelsea

Jose Mourinho getur verið ánægður yfir því að Salomon Kalo …
Jose Mourinho getur verið ánægður yfir því að Salomon Kalo sé á leiðinni til Chelsea. Reuters

Salomon Kalo, sóknarmaður hollenska liðsins Feyenoord, skrifar líklega undir 4-5 ára samning við Englandsmeistara Chelsea í næstu viku. Kalou, sem er 20 ára gamall, skoraði 15 mörk í hollensku deildinni á síðasta tímabili en hann getur bæði leikið sem hægri og vinstri kantmaður og í stöðu framherja. Salomon Kalo er mjög efnilegur leikmaður og Chelsea hefur fylgst með honum í töluverðan tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert