„Þetta er barnið mitt," segir Eggert Magnússon

Eggert Magnússon.
Eggert Magnússon. Reuters

Eggert Magnússon, eigandi enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, segir í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að hann sé fluttur frá Reykjavík til London og ætli að sinna félagi sínu eins vel og mögulegt er. „Ég stefni á að vera hérna öllum stundum. Ég þarf kannski að skreppa til útlanda á fundi en ég er alfarið fluttur til London. Þetta er félagið mitt, barnið mitt," segir Eggert við BBC.

„Ég er hér til að sjá um félagið og sjá til þess að það færist í þá átt sem ég vil að það geri. Það er engin önnur leið að gera það en að vera á staðnum," segir Eggert, sem hefur verið búsettur undanfarnar sjö vikur í höfuðborg Englands.

„Það hljóta að hafa verið einhver skilaboð að ofan því ég festi kaup á íbúð á fallegum stað í Suður-Kensington fyrr á þessu ári af viðskiptalegum ástæðum og hún hefur komið sér vel," segir Eggert.

West Ham er sjötta félagið í ensku úrvalsdeildinni sem erlendir aðilar eignast. Bandaríkjamennirnir Malcolm Glazer og Andy Lerner eru í þeim hópi, Glazer er eigandi Manchester United og Lerner á Aston Villa. Stjórnunarhættir þeirra eru talsvert sérstakir. Glazer hefur til að mynda aldrei horft á leik með liði sínu á Old Trafford og báðir halda þeir stjórnarfundi í gegnum gervihnattasjónvarp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert