Manchester United náði í kvöld sex stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að sigra Middlesbrough á útivelli, 2:1. United er komið með 41 stig en Chelsea er næst með 35 og á leik til góða. Leik Chelsea gegn Newcastle var frestað til 13. desember.
Louis Saha kom United yfir á 19. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Cristiano Ronaldo féll í vítateig Middlesbrough. James Morrison náði að jafna fyrir Boro á 66. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar var United komið yfir á ný. Darren Fletcher skoraði með skalla eftir sendingu frá Ryan Giggs, 2:1.
Sjá einnig