Barcelona í 16-liða úrslitin - Chelsea vann riðilinn

Börsungar fagna fyrra markinu gegn Werder Bremen sem Ronaldinho skoraði.
Börsungar fagna fyrra markinu gegn Werder Bremen sem Ronaldinho skoraði. Reuters

Evrópumeistara Barcelona tryggðu sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með því að leggja Werder Bremen á Nou Camp, 2:0. Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk meistaranna á fyrstu 18 mínútunum í fyrri hálfleik.

Eiður lék allan tímann og átti mjög góðan leik en var óheppinn að skora ekki fleiri mörk en hann átti skot í stöng í fyrri hálfleik. Chelsea bar sigurorð af Levski Sofia, 2:0, og vann þar með A-riðilinn.

Andryi Shevchenko og Shaun Wright-Phillips gerðu mörkin fyrir Chelsea, sitt í hvorum hálfleik.

Í B-riðlinum skildu Bayern München og Inter jöfn, 1:1, og þar með urðu Bæjarar í efsta sæti en Inter í öðru. Roy McKaay gerði mark Bayern en Patrick Vieira skoraði fyrir Inter.

Í C-riðlinum tapaði Liverpool fyrir Galatsaray, 3:2, í Tyrklandi. Robbie Fowler skoraði bæði mörk Liverpool sem hafði fyrir leikinn tryggt sér sigur í riðlinum. Í Hollandi tapaði PSV fyrir Bordeaux, 3:1, en það kom ekki að sök því PSV var öruggt með annað sætið.

Í Róm unnu heimamenn í Roma lið Valencia, 1:0 og skoraði Panucci sigurmarkið. Þar með tryggði Roma sér annað sætið á eftir Valencia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert