Pardew segist stoltur af störfum sínum

Alan Pardew hefur lokið störfum fyrir West Ham.
Alan Pardew hefur lokið störfum fyrir West Ham. Reuters

Alan Pardew segist stoltur af störfum sínum hjá West Ham en honum var í dag sagt upp störfum hjá Lundúnarliðinu eftir þriggja ára starf. Undir stjórn Pardews komst liðið upp í úrvalsdeildina og komst í bikarúrslitin á síðustu leiktíð þar sem liðið tapaði fyrir Liverpool.

,,Ég er stoltur af stöfum mínum fyrir West Ham. Þegar ég tók við liðinu var það í vandræðum í 1. deildinni en á tveimur árum kom ég liðinu tvívegis í úrslit um sæti í úrvalsdeildinni og liðið varð í níunda sæti í úrvalsdeildinni og komst í bikarúrslit. Ég vil óska nýja stjórnarformanninum Eggerti Magnússyni og félaginu velfarnaðar í framtíðinni," segir Pardew meðal annars í yfirlýsingu á heimasíðu West Ham.

Sjá einnig Enski boltinn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert