Mourinho: Nota frekar aðstoðarþjálfarann

José Mourinho er ekki með hýrri há þessa dagana.
José Mourinho er ekki með hýrri há þessa dagana. Reuters

José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea segist frekar láta 55 ára gamlan aðstoðarþjálfara sinn spila í vörninni en að greiða þær upphæðir sem önnur félög heimti af Chelsea fyrir leikmenn. Talið er að hann reyni að styrkja hóp sinn með því að kaupa varnarmann nú í janúarmánuði.

Baltemar Brito, aðstoðarþjálfari hjá Chelsea, er fyrrum varnarmaður. „Sumir finna lyktina af því að Chelsea vanti miðvörð og halda að við séum heimskir. Eins og raunveruleikinn er á enska markaðnum, mun ég frekar láta Brito spila en að borga þessar fáránlegu upphæðir. Mig langar til að eignast Aston Martin bifreið en ef einhver myndi krefja mig um eina milljón punda fyrir Aston Martin, myndi ég lýsa þann sama brjálaðan því þeir kosta 250 þúsund pund," sagði Mourinho, og neitaði því jafnframt að Chelsea hefði rætt við nokkurt félag um leikmann. Micah Richards, bakvörðurinn efnilegi hjá Manchester City, hefur mest verið orðaður við Englandsmeistarana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert