Enskir fjölmiðlar segja í dag að Eggert Magnússon og félagar hjá West Ham hafi samþykkt að kaupa Shaun Wright-Phillips frá Chelsea fyrir 9,8 milljónir punda, um 1.350 milljónir króna. Þá muni West Ham kaupa miðjumanninn Nigel Quashie frá WBA fyrir 1,25 milljónir punda, eða um 150 milljónir króna.
Samkvæmt þessu leggja Björgólfur Guðmundsson og Eggert fram hálfan annan milljarð króna til að fá þessa tvo leikmenn til félagsins. Sagt er að José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea eigi eftir að leggja blessun sína yfir kaupin á Wright-Phillips og ekki sé víst að hans viðbrögð séu jákvæð þar sem meiðsli herja á hans leikmannahóp og bæði Joe Cole og Arjen Robben eru frá keppni um þessar mundir.