Benítez: Varnarmistök urðu okkur að falli

Vonbrigðin leyna sér ekki hjá þeim Jamie Carragher og Steven …
Vonbrigðin leyna sér ekki hjá þeim Jamie Carragher og Steven Finnan eftir ósigurinn á Arsenal í kvöld. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool kenndi slökum varnarleik sinna manna um að þeir töpuðu fyrir Arsenal, 3:1, og féllu þar með úr leik í bikarkeppninni þar sem þeir áttu titil að verja.

,,Við hljótum að vera vonsviknir. Við réðum ferðinni fyrstu 35 mínútur leiksins en gerðum okkur svo seka um tvenn mistök í varnarleiknum sem kostuðu tvö mörk. Það urðu líka mistök hjá okkur í þriðja markinu en þegar maður er að tapa þá reynir maður að halda áfram að sækja, halda boltanum og færa sig framar á völlinn. Með því tekur maður alltaf áhættu. Þegar við skoruðum þá fannst mér við vera komnir inn í leikinn og við vorum nálægt því að jafna. En okkur var refsað fyrir enn ein mistökin og þriðja markið gerði út af við okkur," sagði Bentítez.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert