Framtíð Beckhams óráðin hjá Real Madrid

Fer David Beckham frá Real Madrid eða gerir hann nýjan …
Fer David Beckham frá Real Madrid eða gerir hann nýjan samning? Reuters

Talsmaður David Beckhams segir að nýr tveggja ára samningur við Real Madrid sé enn á borðinu en haft var eftir Predrag Mijatovic yfirmanni knattspyrnumála hjá Real Madrid á ítölsku sjónvarpsstöðunni Sky Italia fyrr í dag að félagið ætlaði ekki að bjóða honum nýjan samning. Mijatovic segir að orð sín hafi verið mistúlkuð en núgildandi samningur Beckhams við Madridarliðið rennur út í sumar. Talsmaður Beckhams segir að samningafundur við forráðamenn Real Madrid um nýjan samning verði haldinn á morgun eins og fyrirhugað var.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert