Wycombe náði jafntefli gegn Chelsea

Wayne Bridge, til hægri, skorar mark Chelsea í leiknum í …
Wayne Bridge, til hægri, skorar mark Chelsea í leiknum í kvöld með því að lyfta boltanum yfir Ricardo Batista, markvörð Wycombe. Reuters

Wycombe Wanderers, sem leikur í 3. deild, náði jafntefli gegn Englandsmeisturum Chelsea, 1:1, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu sem fram fór á heimavelli Wycombe í kvöld. Liðin leika aftur á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, um sæti í úrslitaleik keppninnar.

Wayne Bridge kom Chelsea yfir á 37. mínútu en Jermaine Easter jafnaði fyrir Wycombe á 77. mínútu. Það var sjötta mark hans í deildabikarnum í vetur en hann hefur skorað í öllum leikjum 3. deildarliðsins.

Chelsea lék án margra sterkra leikmanna í kvöld sem voru fjarverandi vegna meiðsla og leikbanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert