Mourinho óhress með stjórnendur Chelsea

José Mourinho er ekki ánægður með stjórn Chelsea.
José Mourinho er ekki ánægður með stjórn Chelsea. Reuters

José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea hefur lýst yfir því að hann sé óánægður með að stjórn félagsins skuli ekki styðja ósk sína um að styrkja leikmannahópinn nú í janúarmánuði. Áður hefur verið ýjað að því að Mourinho kunni að yfirgefa félagið í vor þar sem honum og eigandanum Roman Abramovich komi illa saman um þessar mundir.

„Ég hef hef tilnefnt þá leikmenn sem ég vil fá en þeir munu ekki koma til okkar. Ástæðurnar fyrir því eru innan félagsins og ég þarf ekki að útskýra það nánar. Ég hef beðið um þessa leikmenn en það er ekki mín sök að þeir koma ekki. Mér var sagt að enginn verði keyptur nú í janúar, og fyrst það verður þannig, þá mun enginn fara heldur frá félaginu. Ég ætlast þá til þess að vera með sama hóp þegar leikmannamarkaðnum verður lokað og þegar hann var opnaður," sagði Mourinho og neitaði að ræða stöðu sína hjá félaginu.

„Staða mín skiptir ekki máli. Chelsea skiptir máli en ekki ég. Þetta er ekki mitt félag, ég er bara knattspyrnustjórinn," svaraði Mourinho.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert