Dvöl Larssons hjá United ekki framlengd

Henrik Larsson fagnar eftir að hafa skorað í fyrsta leik …
Henrik Larsson fagnar eftir að hafa skorað í fyrsta leik sínum með Manchester United, gegn Aston Villa. Reuters

Henrik Larsson, sænski knattspyrnumaðurinn, verður ekki lengur en í þrjá mánuði í láni hjá Manchester United. Svo segir þjálfari hans hjá Helsingborg, Stuart Baxter, við sænska blaðið Aftonbladet í dag.

Larsson, sem er 35 ára, kom til United um áramót og hefur farið mjög vel af stað með liðinu og strax fóru af stað vangaveltur um að hann fengi að vera í röðum United út tímabilið í Englandi, en það myndi þýða að hann missti af fyrstu umferðunum í sænsku úrvalsdeildinni.

Baxter kveðst hafa gengið frá málinu við Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United. „Samkomulag okkar gildir og það er ekki grundvöllur fyrir framlengingu. Það fellur ekki inn í framtíðaráform Henriks og alls ekki inn í okkar áform," sagði Stuart Baxter.

Larsson lék um árabil með Celtic og síðan Barcelona og er án efa vinsælasti knattspyrnumaður Svía á síðari árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert