Enskir fjölmiðlar birtar margir hverjir fréttir í morgun um að Lucas Neill, fyrirliði Blackburn Rovers og ástralska landsliðsins í knattspyrnu, hafi ákveðið að ganga frekar til liðs við Eggert Magnússon og félaga hjá West Ham en að fara til Liverpool eins og lengi virtist liggja í loftinu. Þá er Calum Davenport, varnarmaður hjá Tottenham, sagður á leið til West Ham, sem og Kepa Blanco, ungur sóknarmaður hjá Sevilla á Spáni.
Sagt er að West Ham greiði aðeins 1,5 milljónir punda, rúmar 200 milljónir króna, fyrir hinn öfluga Neill en Davenport verði keyptur á þrjár milljónir punda, rúmar 400 milljónir króna.
Það er m.a. haft eftir umboðsmanninum Peter Harrison að Neill hafi komist að samkomulagi við West Ham um samning til hálfs þriðja árs.