Valdi Neill West Ham framyfir Liverpool?

Lucas Neill er sagður vera við það að skrifa undir …
Lucas Neill er sagður vera við það að skrifa undir hjá West Ham. Reuters

Enskir fjölmiðlar birtar margir hverjir fréttir í morgun um að Lucas Neill, fyrirliði Blackburn Rovers og ástralska landsliðsins í knattspyrnu, hafi ákveðið að ganga frekar til liðs við Eggert Magnússon og félaga hjá West Ham en að fara til Liverpool eins og lengi virtist liggja í loftinu. Þá er Calum Davenport, varnarmaður hjá Tottenham, sagður á leið til West Ham, sem og Kepa Blanco, ungur sóknarmaður hjá Sevilla á Spáni.

Sagt er að West Ham greiði aðeins 1,5 milljónir punda, rúmar 200 milljónir króna, fyrir hinn öfluga Neill en Davenport verði keyptur á þrjár milljónir punda, rúmar 400 milljónir króna.

Það er m.a. haft eftir umboðsmanninum Peter Harrison að Neill hafi komist að samkomulagi við West Ham um samning til hálfs þriðja árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert