West Ham gekk í dag endanlega frá samningum við Lucas Neill, fyrirliða Blackburn Rovers og ástralska landsliðsins í knattspyrnu. Neill gekkst undir læknisskoðun hjá félaginu í dag og stóðst hana. Kaupverð er ekki gefið upp en talið er að það sé 1,5 milljónir punda, eða rúmar 200 milljónir króna.
Lucas Neill er 28 ára gamall, fæddur í Sydney, og hefur leikið í Englandi frá 17 ára aldri, með Millwall frá 1995 til 2001 og síðan með Blackburn frá þeim tíma.