Mourinho tók ekki í höndina á Shevchenko

Andriy Shevchenko fagnar einu af þremur mörkum sínum í úrvalsdeildinni …
Andriy Shevchenko fagnar einu af þremur mörkum sínum í úrvalsdeildinni með Chelsea. Reuters

Eftir leikinn gegn Liverpool á Anfield á laugardaginn stillti Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea sér upp við göngin sem leikmenn ganga til búningherbergja og tók í hönd leikmanna sinna eins og hann er vanur að gera. Eftir því var hins vegar tekið að Mourinho tók ekki í hönd Úkraínumannsins Andriy Shevchenko.

Peter Kenoyn framkvæmdastjóri Chelsea hefur upplýst í fyrsta sinn að það var ekki Mourinho sem óskaði eftir því að fá Shevchenko til félagsins heldur hafi viðræður við hann hafist áður en Mourinho tók til starfa hjá Chelsea. Shevchenko gekk í raðir Chelsea síðastliðið sumar og greiddu meistararnir 30 milljónir punda fyrir leikmanninn eða um 4,3 milljarða króna.

Shevchenko hefur ekki verið í náðinni hjá Mourinho í síðustu leikjum og skal engan undra því Úkraínumaðurinn hefur alls ekki náð sér og strik, 3 mörk í 21 leik í úrvalsdeildinni er til vitnis um það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert