Hollenskur framherji til Liverpool

Jordy Brouwer er kominn til Liverpool frá Ajax.
Jordy Brouwer er kominn til Liverpool frá Ajax. AP

Liverpool gekk í dag frá samningi á Jordy Brouwer, 18 ára gömlum framherja úr liði Ajax. Brouwer þykir afar efnilegur en hann hefur fengið sitt knattspyrnuuppeldi hjá Ajax sem hefur í tíðina getið sér gott orð og hefur alið af sér margan góðan knattspyrnumanninn. Hollendingurinn er þriðji leikmaðurinn sem Liverpool fær til sín í janúarglugganum en áður höfðu þeir fengið markvörðinn Daniele Padell og Emiliano Insua.

Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en Brouwer var á unglingasamningi við Ajax og því ekki há upphæð sem Liverpool þarf að punga út fyrir piltinn sem hefur leikið með U-19 ára liði Hollendinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert