Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, hefur varað Michel Platini, nýkjörinn forseta UEFA, við að breyta Meistaradeildinni. Platini vill breyta reglum deildarinnar á þann veg að í mesta lagi 3 lið frá sama landi fá þáttöku á ári hverju, í stað fjögurra eins og fyrirkomulagið er í dag.
Ferguson segir að það sem sé mest heillandi við keppnina, sé þegar að stóru liðin frá Spáni, Ítalíu og Englandi mætist. Með því að taka eitt sæti frá þessum löndum þurfi annað hvort að minnka keppnina eða gefa öðrum þjóðum þessi sæti í staðinn. Hann segir keppnina vera góða eins og fyrirkomulagið er í dag og ekki eigi að breyta því sem að vel gengur.
Sam Allardyce tekur í sama streng og Ferguson og vill alls ekki að England missi sæti úr Meistaradeildinni, við það yrðu möguleikar Bolton á því að komast í keppnina úr.