Sir Alex Ferguson: Útilokað að Ronaldo verði seldur

Cristiano Ronaldo hefur farið á kostum með liði Manchester United …
Cristiano Ronaldo hefur farið á kostum með liði Manchester United á tímabilinu. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir að Cristiano Ronaldo sé ekki til sölu hversu hátt sem Real Madrid bjóði í leikmanninn. Fregnir bárust af því í vikunni að Madridarliðið hafi sett í algöran forgang að fá Portúgalann til sín í sumar og sé reiðbúið að greiða tæpa 5 milljarða króna fyrir leikmanninn sem er samningsbundinn United til 2010.

,,Við seljum þá leikmenn sem við viljum selja og það er algjörlega útilokað að Ronaldo fari frá okkur. Drengurinn hefur staðið sig frábærlega. Hann hefur þroskast mikið sem persóna og leikmaður. Hann er ánægður hjá okkur og er samningsbundinn félaginu til ársins 2010," segir Ferguson.

Ronaldo hefur verið albesti leikmaður úrvalsdeildarinnar á tímabilinu og margir spá því að hann verði útnefndur leikmaður ársins. Portúgalinn hefur skorað 13 mörk á tímabilinu og hefur lagt upp ófá mörkin fyrir félaga sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert