Amerískur auðkýfingur að íhuga tilboð í Liverpool

Ameríski auðkýfingurinn George Gillett íhugar tilboð í Liverpool.
Ameríski auðkýfingurinn George Gillett íhugar tilboð í Liverpool.

George Gillett, auðkýfingur frá Ameríku, er að íhuga tilboð í Liverpool samkvæmt opinberri tilkynningu sem félagið gaf út í dag. Tilkynningin er mjög formlega orðuð og kemur þar orðrétt fram að áhugi Gilletts geti eða geti ekki leitt til tilboðs í félagið.

Gillett þessi er ekki ókunnugur íþróttalífinu því að hann er eigandi kanadíska íshokkíliðsins Montreal Canadiens.

David Moores núverandi stjórnarformaður Liverpool á 51,6% hlut í félaginu og er talið að Gillett sé tilbúinn að borga meira fyrir þann hlut heldur en DIC, fjárfestingarhópur frá Dubai, sem hefur hingað til verið talinn líklegastur til að kaupa félagið.

Moores er hins vegar talinn líklegri til þess að taka tilboði DIC, þar sem að hann telji framtíð félagsins í betri höndum undir þeirra stjórn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert