Níu leikir eru á dagskrá úrvalsdeildarinnar í dag en umferðinni lýkur á morgun með leik Tottenham og Manchester United á White Hart Lane. Fyrsti leikur dagsins er viðureign erkifjendanna Liverpool og Everton sem hefst á Anfield klukkan 12.45.
Þetta verður 205. viðureign félaganna frá upphafi og vilja liðsmenn Liverpool örugglega hefna ófaranna frá því fyrr í vetur en Everton hafði betur í fyrri rimmu liðanna á Goodison Park í september, 3:0. Fylgst verður með leikjum dagsins á enski.is.
Liverpool hefur ekki tapað síðustu 28 leikjum sínum í úrvalsdeildinni á Anfield og stefnir að því að vinna sinn sjötta sigur í röð. Liverpool hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk á heimavelli á tímabilinu og því má reikna með að á brattann verði að sækja fyrir Everton-menn.
Leikir dagsins:
Liverpool - Everton 12.45
Aston Villa - West Ham 15.00
Blackburn - Sheff.Utd 15.00
Charlton - Chelsea 15.00
Fulham - Newcastle 15.00
Man.City - Reading 15.00
Watford - Bolton 15.00
Wigan - Poretsmouth 15.00
Middlesbrough - Arsenal 17.15