Tíu leikmenn Arsenal náðu jöfnu

Thierry Henry fagnar marki sínu gegn Middlesbrough.
Thierry Henry fagnar marki sínu gegn Middlesbrough. Reuters

Tíu leikmönnum Arsenal tókst að jafna metin gegn Middlesbrough þegar liðin áttust við á Riverside vellinum í Middlesbrough í kvöld. 1:1 urðu úrslit leiksins. Yakubu kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 61. mínútu sem dæmd var á Philippe Senderos og var honum í kjölfarið vikið af leikvelli. Thierry Henry jafnaði metin fyrir Arsenal á 76. mínútu og þar við sat. Arsenal er í fjórða sæti með 46 stig og er fjórum stigum á eftir Liverpool en Middlesbrough er í 12.-14. sæti með 32 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert