Bandaríkjamenn að eignast Liverpool

Liðsmenn Liverpool fagna marki á leiktíðinni.
Liðsmenn Liverpool fagna marki á leiktíðinni. Reuters

Bandarísku kaupsýslumennirnir George Gillett og Tom Hicks gætu eignast meirihlutann í Liverpool í dag. Tilboð frá Bandaríkjamönnum, sem eiga íshokkífélag í bandarísku NHL deildinni, hljóðar upp á 470 milljónir punda, ríflega 63 milljarða íslenskra króna. Stjórn Liverpool er sögð hafa samþykkt það og er búist við að tilkynnt verði um yfirtökuna á næsta sólarhring.

Þeir Gillett og Hicks koma til með að skipta kaupverðinu á milli sín. Þeir greiða 24 milljarða króna fyrir hlut sinn í félaginu, 11 milljarðar fara í yfirtöku skulda og 29 milljarðar í byggingu á nýjum leikvangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert