Bandarísku kaupsýslumennirnir George Gillett og Tom Hicks hafa keypt meirihlutann í enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool. Tilkynnt var um kaupin í bresku kauphöllinni í dag og hefur Liverpool boðað til fréttamannafundar í dag þar sem tilkynnt verður um kaupin. Talið er kaupverð Bandaríkjamannanna á félaginu séu 470 milljónir punda sem samsvarar ríflega 63 milljörðum íslenskra króna.
David Moore, stjórnarformaður Liverpool sem verður skipaður heiðursforseti félagins, segir að kaup Bandaríkjannamanna sé stórt skref fram á við fyrir félagið.