Ronaldo stendur sig best

Cristiano Ronaldo leikur listir sínar með með Manchester United gegn …
Cristiano Ronaldo leikur listir sínar með með Manchester United gegn Watford á dögunum. Reuters

Cristiano Ronaldo, Portúgalski landsliðsmaðurinn í liði Manchester United, hefur staðið sig best allra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni það sem af er samkvæmt útreikningum Actim, sem heldur utan um frammistöðu allra leikmanna í deildinni og reiknar út einkunninnir þeirra fyrir hina ýmsu þætti eftir hvern leik.

Ronaldo hefur skorað 15 mörk í úrvalsdeildinni og er markahæstur í deildinni ásamt Didier Drogba, Chelsea, og þá hefur Ronaldo verið iðinn við að leggja upp mörk fyrir félaga sína. Drogba og félagi hans í liði Chelsea, Frank Lampard, koma næstir á eftir Ronaldo á listanum yfir þá bestu.

Ívar Ingimarsson, Reading, er sem fyrr eini Íslendingurinn sem kemst á topp 100 manna listann en Ívar, sem hefur leikið hverja einustu mínútu með Reading í úrvalsdeildinni á tímabilinu, er í 70. sæti.

Topp tíu listinn lítur þannig út:

Ronaldo, Man.Utd. 466
Didier Drogba, Chelsea 464
Frank Lampard, Chelsea 458
Garet Barry, Aston Villa 419
Steve Finnan, Liverpool 403
Wayne Rooney, Man.Utd. 388
El-Hadji Diouf, Bolton 382
Benni McCarthy, Blackburn 373
Rio Ferdinand, Man.Utd. 367
Gary Neville, Man.Utd. 361

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert