Ronaldo: Ekki á förum Manchester United

Cristiano Ronaldo í kunnuglegri stöðu, búinn að leika á mótherja …
Cristiano Ronaldo í kunnuglegri stöðu, búinn að leika á mótherja sinn og lætur vaða á markið. Reuters

Cristiano Ronaldo segir í viðtali við knattspyrnutímaritið FourFour Two að hann hafi ekki uppi nein áform um að yfirgefa Manchester United. Hann segist ánægður í herbúðum liðsins og vilji vera þar áfram en á undanförnum dögum hafa borist af því fréttir að spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona séu tilbúin að kosta miklu til að fá Portúgalann til liðs við sig í sumar.

Ronaldo, sem er 22 ára gamall, er samningsbundinn Manchester United til ársins 2010 en það hefur ekki hindrað áhuga spænsku stórliðanna og Börsungar eru sagðir til að mynda hafa átt leynilegan fund með umboðsmanni Ronaldos. Því neita forráðamenn Barcelona en hafa samt sagt að þeir gæti vel hugsað sér að hafa Ronaldo í sínu liði.

,,Ég sagði umboðsmanni mínum að ég væri ánægður hjá Manchester United og vildi vera þar áfram enda er ég með samning við félagið," segir Ronaldo, sem hefur farið á kostum með Manchester-liðinu á tímabilinu.

Forráðamenn Manchester United hafa sagt skýrt og skorinort að Ronaldo sé ekki falur og vilja gera við hann nýjan samning. Sá samningur myndi fela í sér talsverða launahækkun fyrir Portúgalann. Hann fengi 100.000 pund í laun á viku, ríflega 13 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka