Rúrik með Charlton til Manchester

Rúrik Gíslason bíður eftir fyrsta tækifærinu með aðalliði Charlton.
Rúrik Gíslason bíður eftir fyrsta tækifærinu með aðalliði Charlton.

Rúrik Gíslason, unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu, er í 17 manna hópi enska úrvalsdeildarliðsins Charlton Athletic og flaug með því til Manchester síðdegis í dag en Charlton mætir toppliðinu Manchester United á Old Trafford í úrvalsdeildinni á morgun.

Rúrik, sem er 18 ára, hefur nokkrum sinnum verið í hópi Charlton fyrir leiki í úrvalsdeildinni í vetur en aldrei verið í endanlegum 16 manna hópi. Það kemur ekki í ljós fyrir en skömmu fyrir leik hvort Rúrik fái sæti á varamannabekknum í þetta skiptið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert