Ljungberg aftur með Arsenal - Henry hvíldur

Fredrik Ljungberg kemur inn í lið Arsenal að nýju í …
Fredrik Ljungberg kemur inn í lið Arsenal að nýju í bikarleiknum gegn Bolton á morgun. Reuters

Svíinn Fredrik Ljungberg verður í fyrsta sinn á þessu ári í leikmannahópi Arsenal þegar liðið mætir Bolton í endurteknum leik í 4. umferð ensku bikarkeppninnar á Reebok vellinum í Bolton á morgun. Ljungberg hefur verið frá keppni síðan fyrir jól þegar hann meiddist gegn Portsmouth. Þá koma Alexander Hleb og Johan Djourou í hópinn að nýju eftir meiðsli en Thierry Henry og Jens Lehmann verða hvíldir.

Bolton verður án Kevin Davies og Abdoulaye Faye sem eru báðir meiddir og þá eru Abdoulaye Meite og Gary Speed tæpir vegna meiðsla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert