Arsenal lagði Bolton í framlengingu

Fredrik Ljungberg fagnar marki sínu gegn Bolton í kvöld.
Fredrik Ljungberg fagnar marki sínu gegn Bolton í kvöld. Reuters

Arsenal er komið í 5. umferð ensku bikarkeppninnar þar sem liðið tekur á móti Blackburn um næstu helgi. Arsenal vann sanngjarnan sigur á Bolton, 1:3, á Reebok vellinum í Bolton þar sem úrslitin réðust í framlengingu. Emmanuel Adebayor skoraði tvö marka Arsenal og Fredrik Ljungberg eitt en Abdoulaye Meite skoraði mark heimamanna og tryggði þeim framlengingu með marki á lokamínútunni.

Arsenal misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum. Gilberto Silva skaut yfir markið á 63. mínútu og landi hans, Julio Baptista, lék sama leik undir lok framlengingar. Bolton menn léku manni færri síðustu mínúturnar í framlengingunni en ísraelski varnarmaðurinn Ben Haim fékk að líta sitt annað gula spjald á 116. mínútu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert