Drogba stendur sig best

Didier Drogba framherji Chelsea.
Didier Drogba framherji Chelsea. Reuters

Didier Drogba, framherji Chelsea, er efstur að stigum hjá Actim, sem heldur utan um alla tölfræðiþættina hjá leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Drogba skaust frammúr Cristiano Ronaldo með því að skora tvö mörk um síðustu helgi en Ronaldo lék ekki með Manchester United um síðustu helgi. Ívar Ingimarsson er í 68. sæti en hann er eini Íslendingurinn sem kemst á topp 100 manna listann.

Drogba hefur leikið sérlega vel með Englandsmeisturunum á leiktíðinni og er markahæstur í úrvalsdeildinni með 17 mörk en alls hefur hann skorað 25 mörk í öllum keppnum með liðinu.

Tíu efstu leikmennirnir hjá Actim eru:

Didier Drogba, Chelsea 493
Frank Lampard, Chelsea 477
Cristiano Ronaldo, Man.Utd. 466
Gareth Barry, Aston Villa 441
Wayne Rooney, Man.Utd. 417
Steve Finnan, Liverpool 406
El-Hadji Diouf, Bolton 395
Mikel Arteta, Everton 392
Gary Neville, Man.Utd. 385
Rio Ferdinand, Man.Utd 383

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert