Ferguson: Þetta var löglegt mark

Rekistefna á vellinum í Lille eftir sigurmark Ryans Giggs.
Rekistefna á vellinum í Lille eftir sigurmark Ryans Giggs. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði á blaðamannafundi eftir sigurinn á Lille í Frakklandi í kvöld að sigurmarkið sem Ryan Giggs skoraði beint úr aukaspyrnu hefði verið fullkomlega löglegt.

„Það var markvörðurinn sem gerði mistök, hann tók of langan tíma í að stilla upp varnarveggnum. Markið var löglegt, við höfum margoft séð þetta gerast í Englandi í vetur. Þegar dómarinn sýnir augljóslega að heimilt sé að taka aukaspyrnuna, er hún lögleg," sagði Ferguson.

Kollegi hans hjá Lille, Claude Puel, brást reiður við þessum ummælum Fergusons á blaðamannafundinum. „Ég skil ekki hvernig herra Ferguson getur látið svona lagað frá sér fara. Hann er að reyna að æsa okkur upp og nýtur þess að búa til óvináttu. Hann er sjálfur vanur að setja pressu á dómara, það er ekkert nýtt," sagði Puel og neitaði því að leikmenn hans hefðu ætlað að ganga af velli eftir að markið var skorað. „Þeir voru bara að láta óánægju sína með markið í ljós," sagði Puel og kvaðst afar stoltur af sínu liði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert