Bellamy: Ekkert alvarlegt gerðist

Vinirnir Craig Bellamy og John Arne Riise fagna sigrinum á …
Vinirnir Craig Bellamy og John Arne Riise fagna sigrinum á Barcelona. Reuters

Craig Bellamy, velski knattspyrnumaðurinn hjá Liverpool, fullyrðir að ekkert alvarlegt hafi gerst í æfingaferð liðsins til Portúgal í síðustu viku. Fullyrt hefur verið að hann hafi slegið félaga sinn, John Arne Riise, í fæturna með golfkylfu í kjölfar þess að sá síðarnefndi neitaði að taka þátt í karókí-keppni.

Í fyrrakvöld voru þeir félagar í aðalhlutverki þegar Liverpool vann frækinn útisigur á Barcelona, 2:1, í Meistaradeild Evrópu. Þeir skoruðu hvor sitt markið og Bellamy lagði upp sigurmarkið fyrir Riise.

"Ég get orðað þetta svona: Hefði eitthvað alvarlegt gerst hefði ég ekki spilað gegn Barcelona. Stjórinn er grjótharður og hefði aldrei tekið það í mál. Það hefur ekkert gerst, mér hefur ekki verið refsað, stjórinn hefur ekki rætt við mig um neitt og ég veit ekki hvort hann mun gera það," sagði Bellamy eftir sigurinn á Barcelona.

Liðsandinn aldrei betri

Riise hefur ekkert viljað segja um það sem gerðist í Portúgal. Um fögnuð félaga síns, sem þóttist slá með golfkylfu eftir að hann jafnaði gegn Barcelona, sagði Norðmaðurinn:

"Þetta var stór stund fyrir hann. Síðasta vika var honum erfið og það er magnað að skora í svona leik. Ég skil vel að hann skuli hafa fagnað því á sérstakan hátt," sagði Riise.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert