John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins í knattspyrnu, fékk að fara af sjúkrahúsi í Cardiff eftir aðhlynningu nú síðdegis, og var mættur á Millenium-leikvanginn um 45 mínútum eftir að úrslitaleik deildabikarsins lauk. Hann gat þar með tekið þátt í fögnuði félaga sinna sem sigruðu Arsenal, 2:1, í úrslitaleiknum. Terry var borinn meðvitundarlaus af velli um miðjan síðari hálfleik, og fluttur á sjúkrahús, eftir að hann fékk spark í andlitið.