Forráðamenn franska liðsins Lille hafa ákveðið að áfrýja úrskurði UEFA sem vísaði frá kröfu þeirra um að markið sem Ryan Giggs skoraði gegn Lille í Meistaradeildinni í síðustu viku hafi verið ólöglegt. UEFA mun taka málið til skoðunar á föstudaginn en í dag ákærði UEFA Lille fyrir óprúðmannlega framkomu í umræddum leik en í kjölfar marksins sem Giggs skoraði gengu nokkrir leikmenn liðsina út af vellinum í mótmælaskyni.
Síðari leikur Manchester United og Lille í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á Old Trafford miðvikudaginn 7. mars.